Home / Fréttir / Maersk sendir skip í tilraunaferð eftir Norðurleiðinni

Maersk sendir skip í tilraunaferð eftir Norðurleiðinni

 

_103139431_mediaitem103139430

Danska risaskipafélagið Maersk sendir nú í vikunni fyrsta gámaflutningaskip sitt án aðstoðar siglingaleiðina fyrir norðan Rússland, Norðurleiðina, frá Vladivostok í Rússlandi til St. Pétursborgar. Talið er að skipið verði í Beringsundi 1. september og undir lok september í St. Pétursborg.

Skipið, Venta Maersk, er sérsmíðað til siglinga í ís. Í ferðinni flytur það 3.600 gáma, þar á meðal frystigáma með fiski. Standist áætlun verður skipið 14 dögum skemur í ferðinni milli þessara hafna en hefði það siglt um Malakka-sund og Súez-skurð.

Maersk lítur á þetta sem könnunar- og tilraunaferð til að rannsaka hvort skynsamlegt sé að skipuleggja reglulegar ferðir með varning um Norðurleiðina. Fyrirtækið segir jafnframt að um þessar mundir líti það ekki á Norðurleiðina sem hagkvæma flutningaleið í stað leiðanna sem skip þess fari nú með tilliti til óska viðskiptavina þess, viðskiptamynsturs og mannfjöldadreifingar.

2018-08-23-actic-temps-desktop

Til þessa hafa flutningaskip ekki farið Norðurleiðina án þess að keypt sé dýr fylgdarþjónusta rússneskra ísbrjóta. Vegna hitunar jarðar er ekki lengur talin þörf á þessari þjónustu.

Í skýrslu frá Copenhagen Business School frá 2016 segir að ekki verði fjárhagslega hagkvæmt að nýta Norðurleiðina til vöruflutninga fyrr en árið 2040 verði ísbráðnun sú sama áfram og verið hefur.

BBC segir að þetta geti orðið fyrr og bendir á flutning á fljótandi jarðgasi frá Jamal-skaga í Síberíu til Kína nú í sumar með sérsmíðuðum gasflutningaskipum.

Kínverjar líta á Norðurleiðina sem hluta af áætlun sinni um belti og braut sem miðar að því að fjármagna og reisa samgöngumannvirki frá Kína vestur til Evrópu.

maersk1

 

 

 

 

.

Skoða einnig

Spenna í Íran á eins ár minningardegi Amini sem lögregla myrti vegna skorts á höfuðslæðu

Íranir heima og erlendis minnast þess laugardaginn 16. september að eitt ár er liðið frá …