Home / Fréttir / Maduro lokar Venesúela fyrir matvælum og lyfjum

Maduro lokar Venesúela fyrir matvælum og lyfjum

Juan Gauidó, leiðtogi stjótnrandstöðunnar, reynir að koma matvælum og lyfjum til hungaðra í Venesúela.
Juan Gauidó, leiðtogi stjótnrandstöðunnar, reynir að koma matvælum og lyfjum til hungaðra í Venesúela.

Tveir vöruflutningabílar með matvæli og lyf voru stöðvaðir við landamæri Brasílíu og Venesúela af hermönnum Maduro-stjórnarinnar að sögn AP-fréttastofunnar laugardaginn 23. febrúar. Fréttin stangast á við fyrri upplýsingar frá talsmönnum andstæðinga Maduros um að bílarnir hefðu farið yfir landamærin.

AP segir að Maduro hafi slitið stjórnmálasambandi við Kólumbiu laugardaginn 23. febrúar. Kona var drepin við landamæri Venesúela og Kólumbíu föstudaginn 22. febrúar þegar til átaka kom við þjóðvarðliða Venesúela og 12 særðust.

Nicolás Maduro forseti gaf fimmtudaginn 21. febrúar fyrirmæli um að loka landamærum Venesúela og Brasilí til að hindra að hjálpargögn bærust til Venesúela. Það er Juan Guaidó, leiðtogi andstöðunnar gegn Maduro, sem stjórnar flutningi hjálpargagnanna. Hann hefur lýst sig bráðabirgða-forseta og efndi laugardaginn 23. febrúar til aðgerða með flutningabílalest í Kólumbíu.

Hermenn frá Venesúela notuðu að sögn Reuters-fréttastofunnar táragas á laugardaginn gegn þingmönnum og aðgerðasinnum á Simon Bolviar brúnni frá Kólumbíu.

Félagar úr þjóðvarðliði Venesúela, þar á meðal majór í landhernum, yfirgáfu varðstöðvar sína á Simon Bolivar-brúnni og gengu yfir til Kólumbíu til fylgis við andstæðinga Maduros, segir AP. Hermenninir lýstu skömmu síðar hollustu sinni við Guaidó og sögðu hann æðsta yfirmann sinn.

 

 

 

Skoða einnig

Utanríkisráðherra Póllands hvetur til endurhervæðingar í Evrópu

Evrópuþjóðir verða að gera áætlun til langs tíma um endurhervæðingu til að skapa mótvægi við …