Home / Fréttir / Macron vill herða landamæravörslu

Macron vill herða landamæravörslu

Emmnanuel Macron ræðir við landamæravörð.
Emmnanuel Macron ræðir við landamæravörð.

Emmanuel Marcron Frakklandsforseti sagði fimmtudaginn 5. nóvember að endurskoða yrði Schengen-reglurnar um opin landamæri til að auðvelda þátttökuríkjum í Schengen-samstarfinu að gæta landamæra sinna.

Macron sagði að aukin landamæravarsla væri nauðsynleg til að hefta ólöglega innflytjendur. Hann benti á að skipulagðir glæpahópar stæðu að baki komu farandfólks til Evrópu. Oft væru tengsl milli þessara glæpahópa og hryðjuverkamanna.

„Ég mæli með ítarlegri endurskoðun á Schengen-samstarfinu til að endurmeta skipulag þess og til að styrkja sameiginlegt landamæraöryggi okkar með raunverulegu landamæraliði,“ sagði Macron þegar hann heimsótti landamæri Frakklands og Spánar.

Hann boðaði tillögur frá sér um þetts efni á fundi leiðtogaráðs ESB í desember.

Tveir hryðjuverkamenn hafa nýlega farið hindrunarlaust milli tveggja Schengen-ríkja.

Brahim Aouissaoui frá Túnis drap 29. október þrjá einstaklinga í frönsku borginni Nice. Hann kom frá Túnis til ítölsku eyjunnar Lampedusa fimm vikum áður og hélt þaðan með lest til Frakklands.

Öfga-músliminn sem drap fjóra í Vín mánudaginn 2. október fór til Slóvakíu frá Austurríki í júlí og reyndi að kaupa skotfæri.

Macron sagði að þessi hryðjuverk sýndu Evrópumönnum að hryðjuverkahættan væri „alls staðar“. Í ræðunni á fimmtudag sagði Macron að vörðum á landamærum Frakklands yrði fjölgað um helming.

 

 

 

 

Skoða einnig

Kjarnorkuknúinn Norðurflotakafbátur í fyrstu ferð sinni um N-Atlantshaf til Kúbu

Fjögur skip úr rússneska Norðurflotanum, þar á meðal há-nútímalegur, vel vopnaður kjarnorkuknúinn kafbátur, verða í …