Home / Fréttir / Macron ætlar að senda Trump annað eikartré

Macron ætlar að senda Trump annað eikartré

Eijkartréð gróðursett við Hvíta húsið.
Eijkartréð gróðursett við Hvíta húsið.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að hann ætli að senda nýtt eikartré til Donalds Trumps Bandaríkjaforseta eftir að tré sem Trump fékk í fyrra visnaði í sóttkví.

Forsetarnir minntust vináttu þjóða sinna með því að gróðursetja eikartré saman á suðurflöt garðsins við Hvíta húsið þegar Macron var í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum í fyrra.

Eftir gróðursetninguna var tréð tekið og sett í sóttkví að bandarískum lögum. Þetta staðfesti Gérard Araud, þáv. sendiherra Frakka, á sínum tíma.

Mánudaginn 10. júní sögðu franskir fjölmiðlar að tréð hefði ekki lifað og sætti að mörgum gamansömum athugasemdum á samfélagsmiðlum.

Upplýst var um örlög trésins skömmu eftir að Trump hélt heim til Bandaríkjanna frá Frakklandi þar sem hann tók þátt í hátíðarhöldum til að minnast innrásarinnar í Normandie.

Macron staðfesti að tréð væri fallið en ekki bæri að líta á það sem neinn sorgaratburð.

„Menn ekki að telja sig geta lesið eitthvað út úr einhverju sem ekkert er,“ sagði Macron við svissneska útvarpið RTS þriðjudaginn 11. júní. „Það eina táknræna var að við gróðursettum það saman.“

Tréð var úr Bellau-skógi þar sem um 2.000 bandarískir hermenn féllu í fyrri heimsstyrjöldinni árið 1918 í átökum við Þjóðverja.

„Ég ætla að senda honum annað eikartré af því að ég tel að bandarísku hermennirnir og frelsisvinátta þjóða okkar eigi það skilið,“ sagði Frakklandsforseti.

 

Skoða einnig

Úkraína hefur aldrei staðið nær NATO

Tveggja daga fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna lauk í Brussel miðvikudaginn 29. nóvember. Þar var fjallað um …