Home / Fréttir / Lukasjenko segir Vestrið undirbúa árásarstríð

Lukasjenko segir Vestrið undirbúa árásarstríð

Alexander Lukasjenko og Vladimir Pútin.

Alexander Lukasjenko, forseti Belarús (Hvíta-Rússlands), fullyrðir að Vestrið undirbúi árás á Rússland og Belarús. Lét hann orðin falla þriðjudaginn 12. júlí í útskriftarræðu yfir nýjum herforingjum og herskólanemum.

Belarússneski forsetinn sagðist hafa rætt vestrænu áætlanirnar við Vladimir Pútin Rússlandsforseta mánudaginn 11. júlí.

„Sagan endurtekur sig,“ sagði Lukasjenko í ræðunni og vísaði þar greinilega til innrásar Napóleons í Rússland árið 1812 og Hitlers árið 1941.

Belarús er nánasta bandalagsríki Rússlands og Lukasjenko hefur heimilað rússneskum hermönnum að ráðast á Úkraínu frá Belarús.

Lukasjenko segir að með „áframhaldandi útþenslu“ reki NATO „bryn-hnefa“ í áttina að Úkraínu.

„Þróunin sem við sjáum á líðandi stund í kringum Belarús og Rússland krefst þess að við séum vel á verði og með mikilli athygli,“ sagði hann. „Her okkar verður að halda púðri sínu þurru.“

Vestrið þrýsti heiminum út í stærri styrjöld.

Þriðjudaginn 12. júlí var tónninn sá sami hjá Mariu Zakharovu, upplýsingafulltrúa rússneska utanríkisráðuneytisins. Hún sakaði Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra um að hafa kallað fram Úkraínustríðið með ögrunum sínum og þar með aukið á hættuna „á beinum hernaðarátökum við Belarús“.

„Það er ljóst að árekstur af því tagi felur í sér hættu á stigmagnandi kjarnorkustríði,“ sagði hún í yfirlýsingu.

 

 

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …