Home / Fréttir / Lukasjenko hefur fangelsað og kúgað eigin þjóð i tvö ár

Lukasjenko hefur fangelsað og kúgað eigin þjóð i tvö ár

Kosningasvindli mótmælt í Minsk, höfuðborg Belarús í ágúst 2020.

Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 eru tvö ár liðin frá umdeildum forsetakosningum í Belarús sem kölluðu frá mestu andspyrnu almennings í landinu sem hefur verið lýst sem „síðasta einræðisríkinu í Evrópu“.

Alexander Lukasjenko var tilnefndur sigurvegari kosninganna 2020. Hann hafði raunar sigrað í öllum kosningum í landinu frá því snemma á tíunda áratugnum þegar Belarússar sögðu skilið við Rússa eftir að Sovétríkin hrundu.

Hvað eftir annað var sagt að hann hefði sigrað með svindli. Það var einnig borið á hann árið 2020 þegar þúsundir manna fóru út á götur borga Belarús og mótmæltu opinbbum úrslitum kosningaanna.

Sviatlana Tsikhanouskaja, sem bauð sig fram til forseta gegn Lukasjenko í kosningunum 2020, eftir að eiginmaður hennar var handtekin, er talin hafa sigrað Lukasjenko með meiri stuðningi kjósenda en hann.

Tveimur dögum eftir kjördag hóf Lukasjenko að ofsækja og fangelsa andstæðinga sína. Tsikhanouskaju tókst að flýja land og settist að í Litháen. Ellefu manns féllu í átökum við lögreglu Belarús, að minnsta kosti sex er enn saknað og þúsundir manna voru handteknir.

Talið er að Lukasjenko hafi látið handtaka allt að 30.000 manns vegna þátttöku þeirra í mótmælaaðgerðum gegn stjórnvöldum. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sagði árið 2020 að fyrir lægju meira en 450 skráð mál um pyntingar og vonda meðferð á föngum í Belarús.

Frjáls félög og frjálsir fjölmiðlar sættu banni stjórnvalda sem sögðu um „öfgaöfl“ að ræða.

Á undanförnum tveimur árum hefur Lukaskenko tekist að binda enda á alla pólitíska andstöðu í landinu með fangelsunum eða vegna flótta andstæðinga sinna. Stjórnarskránni hefur veið breytt til að auka völd Lukasjenkos. Hann átti hlut að innrás Rússa í Úkraínu 24. febrúar 2022 með náinni samvinnu með Vladimir Pútin Rússlandsforseta.

Hreyfi menn gagnrýni á Lukasjenko opinberlega má dæma þá til dauða. Litið er á alla andstöðu við forsetann sem hryðjuverk. Einu ráðin sem andstæðingar hans hafa á heimavelli til að minna á sig eru skemmdarverk.

Hreyfing sem kennd er við járnbrauta-andspyrnu varð til þegar Lukasjenko hóf stuðning við Pútin-stríðið gegn Úkraínu. Undir merkjum hreyfingarinnar hafa ferðir járnbrauta verið truflaðar og tjón verið unnið á mannvirkjum til að hindra flutninga rússnesks herliðs til Belarús.

Tsikhanouskaja er í forystu fyrir útlaga-stjórnarandstöðu. Eiginmaður hennar var dæmdur í 18 ára fangelsi í desember 2021.

 

Skoða einnig

Zelenskíj segir Bakhmut ekki á valdi Rússa

  Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti sagði síðdegis sunnudaginn 21. maí að hermenn Rússneska sambandsríkisins hefðu ekki …