Home / Fréttir / Lögþingskosningar í Færeyjum 31. ágúst

Lögþingskosningar í Færeyjum 31. ágúst

Stjórnarbyggingar Færeyja eru á Þinganesi í Þórshöfn.
Stjórnarbyggingar Færeyja eru á Þinganesi í Þórshöfn.

Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja úr Javnaðarflokknum, boðaði þingkosningar í Færeyjum laugardaginn 31. ágúst við setningu lögþingsins mánudaginn 29. júlí.

Gengið skal til þingkosninga fjórða hvert ár í Færeyjum og síðast var kosið þar 1. september 2015.

Lögþingið er jafnan sett á þjóðhátíðardegi Færeyinga, Olai. Aksel V. Johannesen boðaði til kosninga í setningarræðu sinni á þinginu.

Aðild að landstjórninni undir forsæti Johannesens eiga: Javnaðarflokkurinn, Tjóðveldi og Framsókn. Stjórnin hefur um langt skeið notið minna fylgis í skoðanakönnunum en fylking borgaraflokkanna, Fólkaflokksins og Sambandspartiets. Fjórir stóru flokkarnir − Javnaðarflokkurinn, Tjóðveldi, Fólkaflokkurinn og Sambandspartiet – eru með svipað fylgi í könnunum þannig að nokkur spenna ríkir í aðdraganda kosninganna.

Frjálslyndi Sambandspartiet hefur mestan stuðning í könnunum. Þegar kosið var til þingsins í Kaupmannahöfn í júní hlaut flokkurinn annan tveggja færeyskra þingmanna þar. Þá hélt Javnaðarflokkurinn sínum þingmanni.

Skoða einnig

Úkraínuher fær F-16-þotur að lokinni þjálfun flugmanna

Bandaríkjastjórn hefur heimilað stjórnvöldum bandalagsríkja sinna að gefa Úkraínumönnum F-16-orrustuþotur. Þar með aukast líkur á …