Home / Fréttir / Loftslagsmál kunna að sundra Norðurskautsráðinu

Loftslagsmál kunna að sundra Norðurskautsráðinu

22384326841_2e10091f44_b

Utanríkisráðherrar átta aðildarríkja Norðurdkautsráðsins stefndu mánudaginn 6. maí til Rovaniemi í Finnlandi þar sem annar árlega fundar þeirra hefst þriðjudaginn 7. maí.

Á vefsíðunni Arctic Today segir mánudaginn 6. maí að í marga mánuði hafi árangurslaust verið unnið að sameiginlegri yfirlýsingu ráðherranna en margt bendi til að í fyrsta sinn í sögu ráðsins frá 1996 náist ekki samkomulag vegna andstöðu Bandaríkjastjórnar við orðalag um umhverfismál.

Í fréttinni segir að ekki sé unnt að útiloka samkomulag á lokamínútunum en vonir um að það náist dvíni.

Rætt var Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra á vefsíðunni mbl.is sunnudaginn 5. maí og þar sagði meðal annars:

„Nei. Það þekkja allir okkar áherslur, ég er samt ekki að segja að menn muni ekki leita málamiðlana í neinum málum,“ svarar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við mbl.is er hann er spurður hvort Ísland muni veita afslátt af sinni afstöðu til loftslagsmála á meðan landið gegnir formennsku í norðurskautsráðinu.

Fréttir hafa borist af því að forseti Bandaríkjanna hafi viljað fjarlægja tilvísanir til loftslagsmála úr alþjóðlegri yfirlýsingu norðurskautsráðsins.

„Fram til þessa hefur samstarfið gengið mjög vel. Norðurlöndin eru með ríkar áherslur og við vitum að áherslur Trump-stjórnarinnar hafa verið með öðrum hætti,“ segir ráðherrann. „Ég held að á þessu stigi eigi maður ekki að fara að mála skrattann á vegginn, maður verður að sjá hverju fram vindur.““

Á vefsíðunni Arctic Today er rætt við Lassi Heinenen, prófessor í norðurslóðamálum í Háskólanum í Lapplandi í Rovaniemi. Hann segir að á fundi Norðurskautsráðsins að þessu sinni muni athygli beinast mjög að loftslagsmálum. Náist ekki samkomulag um lokayfirlýsingu ráðherrafundarins sé erfitt að geta sér til um framhaldið. Þetta kunni að veikja Norðiurskautsráðið jafnt inn á við sem út á við þar sem utanríkisráðherrar allra landanna átta séu á fundinum í Rovaniemi. Í ljósi komi að þeim takist ekki að finna sameiginlega niðurstöðu.

 

 

 

Skoða einnig

Utanríkisráðherra Póllands hvetur til endurhervæðingar í Evrópu

Evrópuþjóðir verða að gera áætlun til langs tíma um endurhervæðingu til að skapa mótvægi við …