Home / Fréttir / Litháar ekki við hersýningu Rússa

Litháar ekki við hersýningu Rússa

Hersýning á sigurdaginn í Moskvu
Hersýning á sigurdaginn í Moskvu

Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháens, segir að engir fulltrúar stjórnvalda í Litháen verði við hátíðarhöld í Moskvu mánudaginn 9. maí þegar minnst verður sigurs yfir Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni.

Ráðherrann segir að ekki komi til greina að senda fulltrúa til slíkra hersýninga á tímum þegar Rússar ógni Úkraínu með hervaldi. Ákvörðun um þetta sé óhagganleg unnt sé að minnast þeirra sem börðust og féllu í stríðinu á annan hátt.

Enginn fulltrúi Litháens hefur verið við hátíðarhöldin í Moskvu frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014.

Sovétmenn myrtu rúmlega 20.000 Litháa snemma á sjötta áratugnum vegna andstöðu þeirra við sovéskt hernám Litháens.

Skoða einnig

Kristilegir demókratar (CDU) velja sér nýja forystu

Kristilegir demókratar (CDU), flokkur Angelu Merkel, fráfarandi kanslara, kemur saman fyrir árslok til að velja …