
Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháens, segir að engir fulltrúar stjórnvalda í Litháen verði við hátíðarhöld í Moskvu mánudaginn 9. maí þegar minnst verður sigurs yfir Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni.
Ráðherrann segir að ekki komi til greina að senda fulltrúa til slíkra hersýninga á tímum þegar Rússar ógni Úkraínu með hervaldi. Ákvörðun um þetta sé óhagganleg unnt sé að minnast þeirra sem börðust og féllu í stríðinu á annan hátt.
Enginn fulltrúi Litháens hefur verið við hátíðarhöldin í Moskvu frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014.
Sovétmenn myrtu rúmlega 20.000 Litháa snemma á sjötta áratugnum vegna andstöðu þeirra við sovéskt hernám Litháens.