Home / Fréttir / Leiðtogaráð ESB ræðir vandann vegna aðkomufólksins – herta og sameiginlega landamæravörslu

Leiðtogaráð ESB ræðir vandann vegna aðkomufólksins – herta og sameiginlega landamæravörslu

Donald Tuskk, forseti leiðtogaráðs ESB.
Donald Tuskk, forseti leiðtogaráðs ESB.

Leiðtogaráð ESB-ríkjanna kemur saman í dag, fimmtudaginn 15. október, og verða málefni innflytjenda efst á dagskrá fundarins. Í aðdraganda hans sendi Donald Tusk, forseti leiðtgaráðsins, fundarmönnum  bréf til að gefa tóninn í umræðum þeirra. Hann segir að helsta aðdráttarafl Evrópu sé hve auðvelt sé að komast inn fyrir landamæri hennar.

Í bréfinu sem er dagsett þriðjudaginn 13. október segir Tusk: „Við skulum hafa eitt á hreinu. Eitt helsta aðdráttarafl Evrópu er hve auðvelt er að komast þangað.“

Tusk segir að það kunni að hægja á straumi aðkomufólks til Evrópu yfir vetrarmánuðina en líklegt sé að bylgjan stækki að nýju næsta vor.

Hann leggur til að leiðtogarnir ræði leiðir til að styrkja gæslu á ytri landamærum Schengen-svæðisins og hvort koma eigi á fót sameiginlegu kerfi til landamæravörslu.

Þá segir Tusk nauðsynlegt að ræða hvort viðhalda beri Dublin-reglunum óbreyttum eða leita annarra leiða við afgreiðslu hælisbeiðna. Núgildandi reglur gera ráð fyrir að hælisumsókn sé afgreidd í fyrsta viðkomulandi umsækjanda á Schengen-svæðinu.

Loks vill Tusk að rætt verði um „sérverkefni“ svonefndra „lykilstöðva“ (hotspots) á Ítalíu og í Grikklandi þar sem tekið er á móti aðkomufólki og efnt til greiningar sem annaðhvort leiðir til tafarlausrar brottvísunar eða framsendingar til einhvers ESB-ríkis.

Lykilstöðvarnar eru hluti kerfis sem reist er á því að aðkomufólkið ákveður ekki sjálft dvalarastað sinn innan ESB. Er ætlunin að setja 160.000 Sýrlendinga og Erítreumenn niður víða innan ESB á næstu tveimur árum.

Þetta „dreifikerfi“ mælist mjög illa fyrir hjá ýmsum innan leiðtogaráðsins. Svíar hafa þó þegar tekið á móti 20 Erítreumönnum í samræmi við hinar nýju deilireglur og finnsk yfirvöld segjast eiga von á 150 manns á næstunni.

Samskiptin við Tyrki verða einnig til umræðu í leiðtogaráðinu en í landi þeirra eru 2 milljónir flóttamenn frá Sýrlandi.

Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ræddi við Donald Tusk í síðustu viku. Þeir ræddu meðal annars leiðir til að stöðva fólksstraum frá Tyrklandi til ESB. Tillaga ESB er að Tyrkir herði eftirlit sitt og aðgerðir til að brjóta upp hringi smyglara á fólki. Tyrkir vilja hins vegar að myndað verði „öruggt svæði“ í Norður-Sýrlandi. Tusk segir að Rússar hafni hugmyndum um það.

ESB hefur lýst vilja til að styrkja Tyrki með einum milljarði evra til að takast á við flóttamannavandann.

 

.

Skoða einnig

Ísraelar hvattir til stillingar – þeir segjast taka eigin ákvarðanir

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði 17. apríl að loknum fundum með forsætisráðherra og utanríkisráðherra Ísraels …