
Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu, Kim Jong-un og Moon Ja-in, efndu til sögulegs leiðtogafundar föstudaginn 27. apríl. Þeir ætla að hittast að nýju í maí til að ræða enn frekar um leiðir til að minnka spennu á Kóreuskaga.
Leiðtogarnir hittust tvisvar og sendu síðan frá sér sameiginlega yfirlýsingu um að Norður-Kóreumenn mundu vinna að því að útrýma kjarnorkuvopnum á Kóreuskaga. Markmiðið væri að ná samkomulagi um að lýsa yfir „lyktum Kóreustríðsins“.
Eftir að fundinum lauk á hlutlausa svæðinu á milli Kóreuríkjanna sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter: „Lyktir Kóreustríðsins.“
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, fagnaði því að leiðtogar landanna tveggja hefðu hist. Hann lýsti von um að N-Kóreumenn stæðu við loforð sín.
Til minningar um fund sinn gróðusettu leiðtogar N- og S-Kóreu tré.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði fréttirnar frá Kóreu „mjög jákvæðar“.
Jens Stolenberg, framkvæmdastjóri NATO, taldi fundinn „lofa góðu“. Hnn væri þó aðeins „fyrsta skrefið“ og marg væri enn ógert.