Home / Fréttir / Leiðtogar Kóreuríkjanna stefna að lyktum Kóreustríðsins

Leiðtogar Kóreuríkjanna stefna að lyktum Kóreustríðsins

Leiðtogarnir leitust yfir landamæri ríkjs sinna.
Leiðtogarnir leiddust yfir landamæri ríkjs sinna.

Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu, Kim Jong-un og Moon Ja-in, efndu til sögulegs leiðtogafundar föstudaginn 27. apríl. Þeir ætla að hittast að nýju í maí til að ræða enn frekar um leiðir til að minnka spennu á Kóreuskaga.

Leiðtogarnir hittust tvisvar og sendu síðan frá sér sameiginlega yfirlýsingu um að Norður-Kóreumenn mundu vinna að því að útrýma kjarnorkuvopnum á Kóreuskaga. Markmiðið væri að ná samkomulagi um að lýsa yfir „lyktum Kóreustríðsins“.

Eftir að fundinum lauk á hlutlausa svæðinu á milli Kóreuríkjanna sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter: „Lyktir Kóreustríðsins.“

Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, fagnaði því að leiðtogar landanna tveggja hefðu hist. Hann lýsti von um að N-Kóreumenn stæðu við loforð sín.

Til minningar um fund sinn gróðusettu leiðtogar N- og S-Kóreu tré.

Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði fréttirnar frá Kóreu „mjög jákvæðar“.

Jens Stolenberg, framkvæmdastjóri NATO, taldi fundinn „lofa góðu“. Hnn væri þó aðeins „fyrsta skrefið“ og marg væri enn ógert.

 

 

 

 

 

Skoða einnig

Tortryggni í garð Moskvuvaldsins vex í gömlu Sovétlýðveldunum

Stuðningur við forsystusveit Rússlands hefur hrapað í nágrannalöndum landsins. Íbúar landanna eru tortryggnir í garð …