Home / Fréttir / Leiðtogar 9 NATO-ríkja andmæla linnulausum yfirgangi Rússa

Leiðtogar 9 NATO-ríkja andmæla linnulausum yfirgangi Rússa

Frá fundi leiðtoganna níu í Búkarest,
Frá fundi leiðtoganna níu í Búkarest,

Leiðtogar þriggja Eystrasaltsríkja og sex Mið- og Austur-Evrópuríkja sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu miðvikudaginn 4. nóvember eftir fund í Búkarest, Rúmeníu, að þeir hefðu miklar áhyggjur af linnulausum yfirgangi Rússa.

Í yfirlýsingunni er þess krafist að Rússar virði að nýju alþjóalög og standi við skuldbindingar sínar. Án þess að það sé gert sé ekki unnt að endurkvekja trúnaðarsamskipti NATO og Rússlands, segir í frétt Reuters.

Í yfirlýsingunni er einnig vakin athygli á því að Rússar auki stöðugt herafla sinn á svæði sem teygir sig frá Eystrasaltsríkjunum til Sýrlands.

Leiðtogarnir níu sögðu að þeir myndu sameiginlega beita sér fyrir auknum herafla undir merkjum NATO á svæðinu og meiri samvinnu milli NATO og ESB.

Þá er í yfirlýsingunni vísað til væntanlegs leiðtogafundar NATO í Varsjá næsta ári og sagt að þar gefist tækifæri til að ákveða nánara samstarf til að tryggja öryggi aðildaríkjanna. Nauðsynlegt sé að laga stefnu og búnað bandalagsins að breyttum aðstæðum.

Í fundinum tóku þátt forsetar Eistlands, Lettlands, Litháens, Póllands, Slóvakíu, Ungverjalands, Búlgaríu og Rúmeníu auk þingforseta frá Tékklandi.

 

Skoða einnig

Ísraelar hvattir til stillingar – þeir segjast taka eigin ákvarðanir

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði 17. apríl að loknum fundum með forsætisráðherra og utanríkisráðherra Ísraels …