
Fundur var haldinn í samstarfsráði NATO og Rússlands miðvikudaginn 20. apríl og sátu fastafulltrúar aðildarríkja NATO hann og sendiherra Rússlands gagnvart NATO en Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, stjórnaði fundinum sem var hinn fyrstí ráðinu í tæp tvö ár.
Engin sameinigleg niðurstaða varð á fundinum en embættismenn lýsa honum sem gagnlegum og efnismiklum. Fundarmenn skiptust á skoðunum í þrjár og hálfa klukkustund eða mun lengur en áætlað hafði verið. Segja embættismenn það til marks um að men hafi sagt hug sinn allan.
Eftir fundinn sagði Jens Stoltenberg:
„Við ræddum saman af hreinskiptni og alvöru. Rússar og aðilar NATO eru á öndverðum meiði. Við gáfum okkur hins vegar tóm til að hlusta á sjónarmið hvor annars.“
Í The Wall Street Journal (WSJ) er vitnað í embættismenn sem segja að fundurinn hafi staðfest hve ólík viðhorf NATO og Rússa eru til undirrtótar þess ágreinings sem nú setur svip á samskipti þeirra. Þó hafi verið látin í ljós smávon af hálfu NATO um að unnt væri að koma á einhverju sambandi milli herja aðilinna til að draga úr líkum á að til vopnaðra árekstra kæmi milli þeirra.
Á fundinum vék Doug Lute, fastafulltrúi Bandaríkjanna, hörðum orðum að Rússum fyrir glannalegt og ögrandi flug tveggja orrustuþotna þeirra við bandarískan tundurspilli á Eystrasalti fyrir skömmu og einnig nærri bandarískri könnunarvél á sömu slóðum.
Alexander Grushko, sendiherra Rússa, velti fyrir sér eftir fundinn hvers vegna bandaríski herinn léti að sér kveða svo nálægt Kaliningrad, hólmlendu Rússa, við Eystraslt, milli Póllands og Litháens. Rússar eiga þar margar herstövar. Hann sagði Bandaríkjamenn einnig hafna tilmælum frá Moskvu um að færa samninga um samskipti herja þjóðanna í nútímalegra horf.
Grushko sakaði NATO um hervæðingu á Eystrasaltssvæðinu. Af hálfu NATO er bent á að aukinn viðbúnað undir merkjum bandalagsins í austurhluta Evrópu megi rekja til yfirgangs Rússa í Úkraínu.
Eftir fundinn sagði Stoltenberg:
„Allar aðgerðir NATO á Eystrasaltssvæðinu eru hófsamar, þær eru í varnarskyni og innan ramma alþjóðasamninga. Við bregðumst einfaldlega við umtalsverðri aukningu á hernaðarumsvifum Rússa.“