Home / Fréttir / Kveikt í farsímaturnum af ótta við 5G-veirudreifingu

Kveikt í farsímaturnum af ótta við 5G-veirudreifingu

 

Logandi farsímaturnar.
Logandi farsímaturnar.

Undanfarnar vikur hefur verið ráðist með eldi að farsímamöstrum í nokkrum Evrópulöndum. Á tveimur vikum hafa 15 möstur orðið eldi að bráð í Hollandi að minnsta kosti 50 í Bretlandi. Á Írlandi og Kýpur hefur einnig verið kveikt í möstrum. Lögregla telur að um ásetningsverknaði sé að ræða.

Í Hollandi og Bretlandi beinist grunur farsímafyrirtækja og lögreglu að 5G-andstæðingum. Möstrin fyrir þetta nýja háhraða-tíðnisvið hafa lengi sætt andstöðu þar sem 5G-aðgerðasinnar telja að þau skaði umhverfið og hátíðnibylgjurnar spilli heilsu manna.

Nýr kraftur hljóp í mótmælaaðgerðir þegar COVID-19-veiran varð að höfuðóvini í Evrópu. Samsæriskenningarnar snúast um að unnt sé að stjórn útbreiðslu veirunnar frá möstrunum. Ein kenningin er t.d. sú að veiran noti 5G-netbylgjur til að finna fórnarlömb í því skyni að hraða smiti. Önnur kenningin er að veirunni hafi verið hleypt út á meðal manna til að fela það tjón sem samsærissmiðirnir telja að fylgi 5G-væðingunni.

Kínverska fyrirtækið Huawei er talinn höfuðóvinur í þessu samhengi en víða eru deilur, til dæmis í Bretlandi, um hvort hleypa eigi fyrirtækinu að 5G-væðingunni. Bandaríkjastjórn leggst eindregið gegn því og deilur eru innan breska Íhaldsflokksins vegna þess að ríkisstjórn flokksins heimilaði viðskipti við Huawei vegna 5G, þótt með hömlum sé.

Stóru farsímafyrirtækin á Norðurlöndum ætla ekki að skipta við Huawei. Í Grænlandi hefur Huawei verið hafnað. Í desember 2019 bárust fréttir frá Færeyjum um að kínverski sendiherrann í Kaupmannahöfn hefði hótað Færeyingum að þeir fengju ekki fríverslunarsamning við Kína nema þeir ættu viðskipti við Huawei.

Ekkert brenndu mastranna í fyrrnefndum fjórum löndum er 5G-mastur. Þess í stað hafa verið unnin skemmdarverk að fjölda „venjulegra“ mastra og þar með komið í veg fyrir að nota megi viðkomandi farsímakerfi sem veldur almannahættu.

„Með öllu óviðunandi, ótrúlega heimskulegt. Þið leikið ykkur með líf og dauða. Þetta er lífshættulegt í orðsins fyllstu merkingu,“ sagð Matt Rutte, forsætisráðherra Hollands, föstudaginn 17. apríl þegar hann ræddi skemmdarverkin þar.

Á Linkedin segir Nick Jeffrey, forstjóri Vodafone, að kveikt hafi verið í 20 möstrum félagsins í Bretlandi. Þar á meðal var mastur sem átti að þjóna nýju COVID-19 Nightengale-neyðarsjúkrahúsi í Birmingham.

„Það ristir nærri hjartarótum að fjölskyldur geti ekki verið við hlið sinna nánustu á sjúkrabeði. Hitt er ekki síður dapurlegt að þeir sem eru sjúkir geti ekki notið huggunarinnar sem felst í síma- eða myndsamtali vegna eigingjarnra aðgerða samsæriskenningasmiða með ranghugmyndir,“ segir í færslunni sem Nick Jeffrey birtir.

 

Heimild: J/P

 

Skoða einnig

Ísraelar hvattir til stillingar – þeir segjast taka eigin ákvarðanir

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði 17. apríl að loknum fundum með forsætisráðherra og utanríkisráðherra Ísraels …