Home / Fréttir / Kremlverjar láta handtaka leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar

Kremlverjar láta handtaka leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar

Alexei Navalníj
Alexei Navalníj

Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar eins og þýska fréttastofan DW Alexei Navalníj var handtekinn mánudaginn 12. júní áður en boðaður mótmælafundur hófst gegn Kremlverjum í Moskvu. Frídagur var í Rússlandi og sagði kona Navalníjs frá handtöku hans í færslu á Twitter. Fréttir herma að um 200 manns hafi verið tekin höndum vegna heimildarlausra mótmæla í Moskvu og St. Pétursoborg.

Alexei Navalníj var tekinn fastur fyrir utan heimili sitt í Moskvu þegar hann var á leið til miðborgarinnar vegna mótmælafundar sem hann hafði skipulagt þar. Kona hans sagði frá handtökunni um 40 mínútum áður en fundurinn átti að hefjast. „Halló, þetta er Julia Navalnaja. Alexei hefur verið tekinn fastur í stigaganginum.“

Hún sagði þetta ekki hindra mótmælin og birti mynd á Twitter sem sýndi lögreglumenn leiða Navalníj inn í lögreglubíl.

Rússnesk yfirvöld sögðu að Navalníj kynni að þurfa að sitja 15 daga í fangelsi fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu og raska almannafriði með því að hvetja stuðningsmenn sína til að efna til heimildarlausra mótmæla á helstu brei-götu Moskvu.

Mánudaginn 12. júní er Rússlandsdegi fagnað af Rússum sem fara ekki til vinnu þennan dag. Þess í stað komu þúsundir ungra Rússa saman til að mótmæla opinberri spillingu og þrýsta á Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Á Rússlandsdeginum er þess minnst að Rússland kom til sögunnar sem fullvalda ríki árið 1990, ári fyrir upplausn Sovétríkjanna.

Navalníj hefur farið víða um Rússland undanfarið og leitað eftir stuðningi vegna framboð til forseta á næsta ári. Kannanir benda til að hann fái ekki mikið fylgi. Þá kann honum að vera bannað að bjóða sig fram vegna gamalla ásakana um spillingar. Skömmu eftir að hann var handtekinn að þessu sinni var rafmagn tekið af kosningaskrifstofu hans í Moskvu.

Navalníj er löglærður og hefur síðari ár helgað sig andstöðu við Vladimir Pútín. Athygli beindist fyrst að Navalníj árið 2008 þegar hann bloggaði um það sem miður hefði farið í rússneskum stjórnmálum og tengsla stjórnmálamanna við helstu stórfyrirtæki landsins. Knúði hann fram afsagnir innan stjórnkerfisins með skrifum sínum sem er einstakt í rússneskum stjórnmálum.

Á árinu 2013 féll Navalníj næstflest atkvæði í borgarstjórnarkosningum í Moskvu og hefur síðan verið ókrýndur leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, Kremlverjum til nokkurs ama.

Stjórnmálabaráttan hefur verið erfið fyrir Navalníj og hann hefur meðal annars orðið fyrir líkamsárásum. Í apríl 2017 leitaði hann til læknis eftir að grænum ætivökva var skvett á andlit hans.

Fyrr á árinu var Navalníj einnig dæmdur í skilorðsbundið fangelsi, sakaður um spillingu. Þetta getur hindrað hann frá forsetaframboði á árinu 2018. Stuðningsmenn hans segja að þetta hafi verið liður í skipulagðri aðför Kremlverja gegn honum.

Navalníj vill berjast áfram og skorar á Vladimír Pútín í sjónvarpseinvægi.

 

 

Skoða einnig

Drónaárás gerð á Moskvu

Ráðist var með drónum á Moskvu, höfuðborg Rússlands, að morgni þriðjudags 30. maí. Svo virðist …