Home / Fréttir / Kremlverjar hættir við stjórnarskipti í Úkraínu

Kremlverjar hættir við stjórnarskipti í Úkraínu

Volodymyr Zelenskíj, forseti Úkraínu.

Rússnesk stjórnvöld hafa fallið frá því markmiði hernaðaraðgerða sinna í Úkraínu að knýja fram stjórnarskipti í landinu.

Dmitríj Peskov. talsmaður Kremlverja, skýrði frá þessu þriðjudaginn 22. nóvember í samtali við bresku Sky-fréttastofuna.

Við upphaf innrásar rússneska hersins í Úkraínu 24. febrúar 2022 var almennt talið að eitt af markmiðum hennar væri að velta stjórn landsins í Kyív og setja rússneska leppstjórn í hennar stað.

Óttast var að líf Volodymyrs Zelenskíjs Úkraínuforseta væri í hættu en hann dvaldist þó áfram í höfuðborg landsins.

Nú segir Dmitríj Peskov, talsmaður Kremlverja, hins vegar að stjórn lands síns hafi „ekki áform um að sérstök aðgerð hennar leiði til stjórnarskipta í Úkraínu“.

Hann sagði að Vladimir Pútin Rússlandsforseti hefði nú þegar „rætt um þetta“.

Við upphaf innrásarinnar sagði Sergeij Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að stjórnarskipti í Úkraínu væru ekki markmið hennar – hann gaf hins vegar gagnstæða yfirlýsingu síðar.

Utanríkisráðherrann sagði í júlí 2022: „Við munum svo sannarlega aðstoða Úkraínumenn við að öðlast frelsi undan landstjórn sem starfar beint gegn fólkinu og gegn sögunni.“

Skoða einnig

ESB-þingmenn hafna tillögum Orbáns um Úkraínu

Nýkjörið 720 manna ESB-þing kom saman til fyrsta fundar í Strassborg þriðjudaginn 16. júlí og …