Home / Fréttir / Kínversk yfirvöld segja kórónuveiruna í Peking ekki úr norskum laxi

Kínversk yfirvöld segja kórónuveiruna í Peking ekki úr norskum laxi

Frá kínverskum matarmarkaði.
Frá kínverskum matarmarkaði.

Kínversk yfirvöld  samþykkja að ekki sé unnt að rekja nýtt upphaf COVID-19-faraldurs í Peking til norsks lax. Samþykkið skiptir norsk fyrirtæki miklu því að á mörgum veitingastöðum og í smásöluverslunum vildu menn ekki bjóða innflutta laxinn.

Að kvöldi þriðjudags 16. janúar efndi Shi Guoqing, aðstoðarforstjóri sóttvarnamiðstöðvar Kína, til blaðamannafundar og sagði að yfirvöld teldu að ekki væri fótur fyrir því að veiruna væri að finna í laxinum.

„Ekkert bendir til þess að lax veki eða beri kórónuveiruna,“ sagði hann á blaðamannafundi.

Augu rannsakenda í Kína beindust að norskum laxi nýlega eftir að rekja mátti nokkur kórónuveiru-smit til Xinfadi kjötmarkaðarins í Peking og skurðbrettis sem notað er til að skera innfluttan lax.

Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, sagði þriðjudaginn 16. júní að unnið væri að lausn málsins. Á fundi kínverskra og norskra embættismanna 16. júní var niðurstaðan sú að norskur lax væri ólíklega upphaf þess að veiran fannst á markaðnum í Peking í fyrri viku.

Stórar verslunarkeðjur, þ. á m. Wumart og Carrefour fjarlægðu allan lax úr verslunum sínum í Peking.

Nú um helgina var ekki unnt að fá lax í ýmsum veitingastöðum í Peking. Í fyrra fluttu Norðmenn alls 23.500 lestir af lax til Kína.

Við fréttirnar um staðfestingu Kínverja á að engin veirusmit tengdust norskum laxi hækku hlutabréf í Mowi, stærsta laxaframleiðandanum, um 3,7%. Fyrirtæki á borð við Mowi hafa áður goldið fyrir lokun markaða í Kína. Eftir að kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2010 lokuðu kínversk yfirvöld á öll viðskipti við Norðmenn í nokkur ár.

Skoða einnig

Ísraelar hvattir til stillingar – þeir segjast taka eigin ákvarðanir

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði 17. apríl að loknum fundum með forsætisráðherra og utanríkisráðherra Ísraels …