Home / Fréttir / Kínverjar koma Hvít-Rússum til aðstoðar

Kínverjar koma Hvít-Rússum til aðstoðar

Xi Jinping, forseti Kína. (Source: Reuters)
Xi Jinping, forseti Kína. (Source: Reuters)

Forseti Kína, Xi Jinping, kom til Hvíta-Rússlands þann 10. maí í þriggja daga heimsókn en það er yfirlýst markmið að styrkja efnahagsleg tengsl milli stjórnvalda í Peking og Minsk. Efnahagsráðherra Hvíta-Rússlands, Vladimir Zinovsky, sagði síðan frá því í dag, 11. maí, að ríkisstjórn Kína hefði ákveðið að opna 3 milljarða dollara lánalínu fyrir fyrirtæki í landinu auk 4 milljarða dollara lána til banka í landinu sem ætlað er að efla viðskiptalífið í Hvíta-Rússlandi.

Á sama tíma kynnti seðlabanki Hvíta-Rússlands þriggja ára gjaldeyrisskiptasamning sem mun færa bankanum 7 milljarða kínverskra júana og auðvelda endurgreiðslur á 4 milljörðum dollara í erlendum lánum sem gjaldfalla á árinu. Hagkerfi Hvíta-Rússlands hefur orðið illa úti vegna óstöðugleikans í Rússlandi og verðfalls á olíu, en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að efnahagur landsins muni dragast saman um 2% á árinu. Framlag Kínverja kemur því á mjög góðum tíma fyrir Hvít-Rússa.

Jinping kemur til Hvíta-Rússlands frá Rússlandi þar sem hann og Vladimir Putin Rússlandsforseti ræddu aukið samstarf á milli þjóða sinna. Forsetarnir hafa báðir lagt mikla áherslu á að samstarf þjóðanna sé mikilvægt.

 

 

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …