Home / Fréttir / Kínverjar koma Hvít-Rússum til aðstoðar

Kínverjar koma Hvít-Rússum til aðstoðar

Xi Jinping, forseti Kína. (Source: Reuters)
Xi Jinping, forseti Kína. (Source: Reuters)

Forseti Kína, Xi Jinping, kom til Hvíta-Rússlands þann 10. maí í þriggja daga heimsókn en það er yfirlýst markmið að styrkja efnahagsleg tengsl milli stjórnvalda í Peking og Minsk. Efnahagsráðherra Hvíta-Rússlands, Vladimir Zinovsky, sagði síðan frá því í dag, 11. maí, að ríkisstjórn Kína hefði ákveðið að opna 3 milljarða dollara lánalínu fyrir fyrirtæki í landinu auk 4 milljarða dollara lána til banka í landinu sem ætlað er að efla viðskiptalífið í Hvíta-Rússlandi.

Á sama tíma kynnti seðlabanki Hvíta-Rússlands þriggja ára gjaldeyrisskiptasamning sem mun færa bankanum 7 milljarða kínverskra júana og auðvelda endurgreiðslur á 4 milljörðum dollara í erlendum lánum sem gjaldfalla á árinu. Hagkerfi Hvíta-Rússlands hefur orðið illa úti vegna óstöðugleikans í Rússlandi og verðfalls á olíu, en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að efnahagur landsins muni dragast saman um 2% á árinu. Framlag Kínverja kemur því á mjög góðum tíma fyrir Hvít-Rússa.

Jinping kemur til Hvíta-Rússlands frá Rússlandi þar sem hann og Vladimir Putin Rússlandsforseti ræddu aukið samstarf á milli þjóða sinna. Forsetarnir hafa báðir lagt mikla áherslu á að samstarf þjóðanna sé mikilvægt.

 

 

Skoða einnig

NATO verður að móta norðurslóðastefnu til að svara umsvifum Rússa frá Kólaskaga

Liselotte Odgaard er Senior Fellow, Hudson Institute, Washington, D.C. Greinin sem hér er sagt frá …