Home / Fréttir / Kim gefur fyrirmæli um að hraða „stríðsundirbúningi“

Kim gefur fyrirmæli um að hraða „stríðsundirbúningi“

Kim Jong un, einræðisherra N-Kóreu.

Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, gaf her landsins fyrirmæli fimmtudaginn 28. desember um að hraða „stríðsundirbúningi“. Framleiðsla skotfæra ætti að taka mið af stríðsástandi og allt sem sneri að kjarnavopnum. Sagði ríkismiðill N-Kóreu að einræðisherrann teldi nauðsynlegt að búa sig undir stríð vegna „átakaskrefa“ Bandaríkjamanna.

Ríkisfréttastofan, KCNA, sagði Kim hafa flutt stefnuræðu á nýársfundi stjórnarflokks landsins miðvikudaginn 27. desember. Þar hefði hann samhliða fyrirmælum um stríðsundirbúning sagt að stjórn sín mundi efla strategíska samvinnu sína við „sjálfstæð and-heimsvaldasinnuð“ lönd.

Undanfarið hafa Norður-Kóreumenn aukið samstarf sitt við Rússa og þeir eru sakaðir um að láta Rússum í té hergögn fyrir rússneska árásarherinn í Úkraínu. Rússar hafa veitt N-Kóreumönnum aðstoð við þróun herafla þeirra.

Fundur miðstjórnar Verkamannaflokks Kóeru hófst þriðjudaginn 26. desember.

Á árinu 2023 var kjarnorkustefna N-Kóreu skráð í stjórnarskrá landsins. N-Kóreustjórn skaut á loft njósnagervihnetti og sendi nýja langdræga eldflaug á loft í tilraunaskyni.

.

 

 

Skoða einnig

Harðnandi hótanir Pútins og staðfastur stuðningur Bidens

Joe Biden Bandaríkjaforseti er í opinberri heimsókn í París laugardaginn 8. júní. Á fundi með …