Home / Fréttir / Kannanir sýna sveiflu frá Trump

Kannanir sýna sveiflu frá Trump

 

p08bnnzg

The New York Times birti miðvikudaginn 24. júní niðurstöður skoðanakönnunar sem Siena College gerði á fylgi við Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, annars vegar og við Donald Trump Bandaríkjaforseta hins vegar. Könnunin sýnir að Biden hefur 14 stiga forskot á Trump (50-36). Bent er að óvarlegt sé að leggja of mikið út af þessum tölum nú, fjórum mánuðum fyrir kjördag, þótt þær séu sterk vísbending um erfiðleika Trumps um þessar mundir.

Könnun sýnir að nú hafi Trump tapað alls 16%-stigum meðal hvítra kjósenda sem ekki hafa æðri menntun sé miðað við 2016. Í könnun Siena College kemur fram hann að hann hefur „aðeins“ 19%-stiga forskot í þessum hópi kjósenda.

Af kjósendum segjast 50% mjög neikvæðir í garð Trumps en „aðeins“ 27% eru mjög jákvæðir. Biden vekur ekki heldur mikla hrifningu meðal kjósenda en andstaða við hann er minni en við Trump.

Forysta Bidens meðal hvítra kvenna með æðri menntun er 39%-stig. Til samanburðar er bent á að í kosningunum 2016 hafði Hillary Clinton. frambjóðandi demókrata, aðeins 7%-stiga forskot í þessum hópi kvenna.

Kjósendur lýsa megnri andúð á hvernig Trump hefur tekið á COVID-19-faraldrinum og á mótmælunum undir kjörorðinu Black Lives Matter. Óánægjan vegna þessa er mikil í báðum flokkum og meðal Bandaríkjamanna á eftirlaunum.

Tæplega 40% hvítra kjósenda, 65 ára og eldri, telja að Trump hafi staðið sig illa vegna þessara tveggja höfuðmála nú á kosningaárinu.

Sé litið til hvítra kjósenda, 45 ára og yngri, telja 70% þeirra að örlög George Floyds sem lögreglan varð að bana í Chigaco séu ekki einangrað tilvik heldur liður í lögregluofbeldi gegna Afró-ameríkönum.

Fimmtudaginn 25. birtust niðurstöður kannanna í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Þær sýna einnig að Biden hefur aukið forskot sitt. Trump sigraði Hillary Clinton í Ohio með 8%-stigum. Nú sýna tölur að jafnt sé milli forsetans og Bidens þar. Í Wisconsin hefur Biden aukið forskot sitt umtalsvert undanfarnar vikur í 49 gegn 41%-stigi samkvæmt nýjustu könnun.

 

Skoða einnig

Ísraelar hvattir til stillingar – þeir segjast taka eigin ákvarðanir

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði 17. apríl að loknum fundum með forsætisráðherra og utanríkisráðherra Ísraels …