Home / Fréttir / Kanadamenn hvattir til að beina NATO að GIUK-hliðinu

Kanadamenn hvattir til að beina NATO að GIUK-hliðinu

Canadian Prime Minister Stephen Harper stands on the bow of the HMCS Kingston as it sails in the Navy Board Inlet Sunday August 24, 2014. THE CANADIAN PRESS/Adrian Wyld // na122314-second
Kanadísk þingnefnd um öryggismál ræddi 22. nóvember við tvo sérfræðinga Michael Byers, frá háskóla British Columbia, Andreu Charron frá Manitoba-háskóla sem sögðu að ástæðulaust væri að hafa hernaðarlegar áhyggjur vegna Rússa í Norður-Íshafi og ekki ætti að stefna NATO inn á norðurskautssvæðið. Þess í stað ætti NATO að efla eftirlit í GIUK-hliðinu.

„Við verðum að viðurkenna að veröldin er flókin og okkur ber að huga að hættulegum stöðum, norðurskautssvæði Kanada er í raun ekki einn þessara staða,“ sagði Byers og tók undir með Charron að ekki ætti að hvetja NATO til að leggja Kanadamönnum lið á norðurskautssvæðinu. Líta ætti til NORAD North American Aerospace Defense Command, Loftvarnaherstjórnar Norður-Ameríku, sem yfirstjórnar varna heimskautasvæða Norður-Aneríku.

Kanadamenn tækju þátt í Norðurskautsráðinu og ættu þar samstarf við Rússa um ýmis verkefni meðal annars leit og björgun, sögðu fræðimennirnir á við þingnefndina. Æfingar NATO „rétt við dyrnar hjá Rússum“ kynnu að ógna þessi samstarfi sagði Charron.

Byers og Charron voru sammála um að kraftar NATO nýttust best á svæðinu frá Grænlandi um Ísland til Bretlands, GIUK-hliðinu, þar sem rússneskir kafbátar kæmu við sögu en NATO stæði höllum fæti vegna samdráttar eftir lok kalda stríðsins.

 

 

 

 

Skoða einnig

Zelenskíj segir Bakhmut ekki á valdi Rússa

  Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti sagði síðdegis sunnudaginn 21. maí að hermenn Rússneska sambandsríkisins hefðu ekki …