Home / Fréttir / Kanadamenn hvattir til að beina NATO að GIUK-hliðinu

Kanadamenn hvattir til að beina NATO að GIUK-hliðinu

Canadian Prime Minister Stephen Harper stands on the bow of the HMCS Kingston as it sails in the Navy Board Inlet Sunday August 24, 2014. THE CANADIAN PRESS/Adrian Wyld // na122314-second
Kanadísk þingnefnd um öryggismál ræddi 22. nóvember við tvo sérfræðinga Michael Byers, frá háskóla British Columbia, Andreu Charron frá Manitoba-háskóla sem sögðu að ástæðulaust væri að hafa hernaðarlegar áhyggjur vegna Rússa í Norður-Íshafi og ekki ætti að stefna NATO inn á norðurskautssvæðið. Þess í stað ætti NATO að efla eftirlit í GIUK-hliðinu.

„Við verðum að viðurkenna að veröldin er flókin og okkur ber að huga að hættulegum stöðum, norðurskautssvæði Kanada er í raun ekki einn þessara staða,“ sagði Byers og tók undir með Charron að ekki ætti að hvetja NATO til að leggja Kanadamönnum lið á norðurskautssvæðinu. Líta ætti til NORAD North American Aerospace Defense Command, Loftvarnaherstjórnar Norður-Ameríku, sem yfirstjórnar varna heimskautasvæða Norður-Aneríku.

Kanadamenn tækju þátt í Norðurskautsráðinu og ættu þar samstarf við Rússa um ýmis verkefni meðal annars leit og björgun, sögðu fræðimennirnir á við þingnefndina. Æfingar NATO „rétt við dyrnar hjá Rússum“ kynnu að ógna þessi samstarfi sagði Charron.

Byers og Charron voru sammála um að kraftar NATO nýttust best á svæðinu frá Grænlandi um Ísland til Bretlands, GIUK-hliðinu, þar sem rússneskir kafbátar kæmu við sögu en NATO stæði höllum fæti vegna samdráttar eftir lok kalda stríðsins.

 

 

 

 

Skoða einnig

Úkraína hefur aldrei staðið nær NATO

Tveggja daga fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna lauk í Brussel miðvikudaginn 29. nóvember. Þar var fjallað um …