
John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps, telur hugsanlegt að brotthvarf Bandaríkjastjórnar frá Íranssamningnum um kjarnorkumál leiði til refsiaðgerða gegn evrópskum fyrirtækjum. „Það er hugsanlegt. Það fer eftir afstöðu annarra ríkisstjórna,“ sagði hann í fréttaskýringaþættinum State of the Union með Jack Tapper á CNN sunnudaginn 13. maí.
Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hafði áður dregið úr vonum forráðamanna þýskra fyrirtækja um að þýska ríkisstjórnin gæti varið þá gegn áhrifum refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar gegn Íran. Hann sagði við Bild am Sonntag að engin einföld lausn væri í sjónmáli.
Dschawad Sarif, utanríkisráðherra Írans, hélt laugardaginn 12. maí í ferð til nokkurra höfuðborga í Asíu og Evrópu til að kanna framtíðarhorfur samningsins. Eftir að hafa heimsótt Peking og Moskvu er hans vænst í Brussel þriðjudaginn 15. maí.
Heimild: FAZ