Home / Fréttir / Jeremy Hunt skipaður utanríkisráðherra Bretlands

Jeremy Hunt skipaður utanríkisráðherra Bretlands

Jeremy Hunt
Jeremy Hunt

Theresa May, forsætisráðherra Breta, skipaði mánudaginn 9. júní Jeremy Hunt utanríkisráðherra í stjórn sinni eftir að Boris Johnson sagði af sér fyrr þennan sama dag. Hunt hefur gegnt embætti heilbrigðisráðherra undanfarin sex ár í ríkisstjórninni.

Afsögn Boris Johnsons og Davids Davis Brexit-ráðherra sunnudaginn 8. júlí vegna ágreinings við Brexit-stefnu ríkisstjórnarinnar sem var samþykkt föstudaginn 6. júlí hefur leitt til stórvandræða fyrir Theresu May. Afsögn ráðherranna er líkt við Geoffrey Howe sagði af sér sem vara-forsætisráðherra Margaretar Thatcher árið 1990. Var það upphafið að falli hennar.

Theresa May sagði mánudaginn 9. júlí að hún ætlaði að berjast til þrautar fyrir stöðu sinni og snúast hart gegn vantrauststillögu yrði hún flutt gegn sér.

Matt Hancock menningarmálaráðherra var skipaður heilbrigðisráðherra og Jeremy Wright varð menningarmálaráðherra en hann var lögfróður ráðgjafi innan ríkisstjórnarinnar.

Riti 48 þingmenn Íhaldsflokksins bréf til formanns 1922-nefndar þingmanna flokksins kemur sjálfkrafa til atkvæðagreiðslu um traust á forsætisráðherranum.

Jeremy Hunt greiddi fyrir tveimur árum atkvæði með aðild Breta að ESB en segist síðan hafa snúist á sveif með Brexit.

 

 

Skoða einnig

Döpur og dauf ræða „nýs“ Trumps á flokksþingi

„Nýi Donald Trump róaði og þaggaði niður í þjóðinni í 28 mínútur í gærkvöldi. Síðan …