
Ný könnun innan ríkja Evrópusambandsins sýnir að í kosningunum til ESB-þingsins undir lok maí kjósi flestir með hliðsjón af því sem þeir vilja ekki í stað þess sem þeir vilja. Talið er að öfgaflokkar popúlista hagnist á þessu.
Um 10% aðspurðra í könnun þýsku Bertelsmanns-stofnunarinnar sem birt var föstudaginn 26. apríl segjast ætla að styðja hægrisinnaða flokka popúlista.
Flestir annarra aðspurðra innan ESB segjast ætla að ná sér niðri á flokkum sem þeir eru andvígir frekar en styðja einhvern ákveðinn flokk. Sérfræðingat segja að þetta styrki jaðarflokka og auðveldi ekki myndun meirihluta á þinginu að kosningunum loknum.
10,3% sögðust ætla að styðja hægrisinnaða popúlista- eða öfgaflokka. 6,2% sögðust styðja róttæka vinstri flokka og 4,4% græningja
Að meðaltali sögðust aðeins 6,3% ákveðnir í að styðja flokk en 49% nefndu flokka sem þeir myndu aldrei styðja.
52% söguðst aldrei mundu kjósa öfgaflokk, hvorki til hægri né vinstri. 50,7% Þjóðverja sögðust aldrei kjósa Frjálsa demókrata, 47,8% ætla ekki að kjósa kristilega og 43% ekki jafnaðarmenn.
Aart De Geus, forstjóri Bertelsmann, sagði að kjörsókn mundi ráða úrslitum um niðurstöðu ESB-kosninganna miðað við hve vel popúlistaflokkunum tekst að virkja kjósendur sína. Aðeins tækist að takmarka sókn þeirra með því að fá sem flesta stuðningsmenn flokkanna á miðju stjórnmálanna til að kjósa.