Home / Fréttir / Ísrael: Netanyahu má verða forsætisráðherra segir hæstiréttur

Ísrael: Netanyahu má verða forsætisráðherra segir hæstiréttur

Benjamin Netanyahu
Benjamin Netanyahu

Um klukkan 23.00 að staðartíma miðvikudaginn 6. maí í Ísrael komst hæstiréttur landsins að þeirri niðurstöðu að ekki skyldi útiloka Benjamin Netanyahu frá embætti forsætisráðherra.

Niðurstaða dómstólsins var einróma á þann veg að hann hefði enga lagalega heimild til að verða við kröfu um að lýsa Netanyahu vanhæfan sem forsætisráðherra vegna þess að hann hefur verið ákærður fyrir spillingu.

Hæstirétturinn neitaði einnig að leggja stein í götu þess að framkvæma mætti samkomulag milli Netanyahus og Bennys Gantz, fyrrv. yfirmanns hers Ísraels, um að þeir deildu með sér völdum forsætisráðherra.

Samkomulagið gerðu þeir til að ljúka pattstöðu milli stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi að loknum þrennum kosningum í röð. Án þess hefði orðið að ganga í fjórða sinn til kosninga.

 

Skoða einnig

Rússar ráðast á barnaspítala í Kyiv

Rússar gerðu flugskeytaárás á helsta barnaspítalann í Kyiv mánudaginn 8. júlí. Að minnsta kosti 22 …