Home / Fréttir / Ísland virkur þátttakandi í starfi NATO

Ísland virkur þátttakandi í starfi NATO

 

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.

Utanríkisráðuneytið sendi frá sér neðangreinda fréttatilkynningu miðvikudaginn 15. febrúar 2017:

Þróun öryggismála í Evrópu og tengslin vestur um haf vorum meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, sem fram fór í tengslum við fund varnarmálaráðherra bandalagsins, sem haldinn er í Brussel í dag og á morgun.

Á fundinum var ennfremur rætt um aukinn varnarviðbúnað bandalagsins og gerði utanríkisráðherra grein fyrir stefnu stjórnvalda í öryggis- og varnarmálum og auknum framlögum og virkari þátttöku í störfum Atlantshafsbandalagsins. Einnig var rætt um viðbúnað og eftirlit á Norður-Atlantshafi í ljósi vaxandi mikilvægis svæðisins.

„Því miður hafa öryggishorfur í Evrópu versnað á umliðnum árum og Atlantshafsbandalagið brugðist við með því að auka varnarviðbúnað sinn. Hér verða öll ríki að leggja sitt að mörkum og það kom skýrt fram í máli framkvæmdastjóra að framlag Íslands á síðustu árum og áratugum skiptir máli og er mikils metið,“ segir Guðlaugur Þór.

Skoða einnig

Rússar ráðast á barnaspítala í Kyiv

Rússar gerðu flugskeytaárás á helsta barnaspítalann í Kyiv mánudaginn 8. júlí. Að minnsta kosti 22 …