Home / Fréttir / Iskander-kjarnaflaugar í Kaliningrad

Iskander-kjarnaflaugar í Kaliningrad

Iskandar-flaugar á skotpalli.
Iskandar-flaugar á skotpalli.

Fullyrt er að Rússar hafi komið fyrir varanlegum Iskander-eldflaugum í hólmlendu sinni Kaliningrad, við Eystrasalt milli Litháens og Póllands. Flaugarnar geta borið kjarnavopn. 

Rússneska RIA Novosti-fréttastofan vitnar mánudaginn 5. febrúar í Vladimir Shamanov, formann varnaramálanefndar neðri deildar rússneska þingsins, sem segir Iskander-flaugar hafa verið sendar til Kaliningrad án þess að tilgreina fjölda þeirra eða hve lengi þær verði þar. Hann sagði að flaugunum yrði einkum beint að erlendum hernaðarmannvirkjum. 

Rússar hafa áður flutt Iskander-flaugar tímabundið til hólmlendunnar vegna æfinga.

NATO kallar Iskande-flaugarnar á hreyfanlegum skotpöllum sínum SS-26 Stone. Þeim má skjóta allt að 500 km og þær geta borið venjulegar sprengjur og kjarnorkusprengjur. 

Dalia Grybauskaite, forseti Litháens, brást hratt við fréttinni um flaugarnar mánudaginn 5. febrúar. Hún sagði að þeim hefði verið valinn „varanlegur staður“ í Kaliningrad og sakaði Kremlverja um að skapa hættu fyrir „helming“ höfuðborga Evrópu. 

Skoða einnig

Úkraínuher fær F-16-þotur að lokinni þjálfun flugmanna

Bandaríkjastjórn hefur heimilað stjórnvöldum bandalagsríkja sinna að gefa Úkraínumönnum F-16-orrustuþotur. Þar með aukast líkur á …