Home / Fréttir / Í lokaályktun Varsjárfundar NATO er tvisvar minnst á öryggi á Norður-Atlantshafi

Í lokaályktun Varsjárfundar NATO er tvisvar minnst á öryggi á Norður-Atlantshafi

CFnqEPyUkAEArmg

 

Lokaályktun ríkisoddvitafundar Atlantshafsbandalagsins er 139. greinar. Þar er tvisvar vikið að Norður-Atlanthafi, í greinum 23 og 47. Birtast þær hér í lauslegri þýðingu.

  1. gr.

Við okkur blasa lifandi verkefni á Eystrasalti og Svartahafssvæðinu, Norður-Atlantshafi og einnig á Miðjarðarhafi sem eru strategískt mikilvæg fyrir bandalagið og samstarfsþjóðir okkar. Rússar halda áfram að styrkja hernaðarlega stöðu sína, auka hernaðarumsvif sín, taka í notkun nýjan háþróaðan búnað og ögra svæðisbundnu öryggi. Þessi þróun hefur leitt til þess að æ erfiðaðra verður að geta sér til um hvað gerast kann en til mótvægis við það mætti auka gagnkvæmt gegnsæi og aðgerðir til að minnka áhættu. Í þeim anda að öryggi bandalagsins myndar eina heild munum við áfram fylgjast með stöðunni á þessum svæðum. Viðbrögð okkar verða sniðin að sérstökum aðstæðum á hverju svæði. Við munum einnig vinna með áhugasömum samstarfsaðilum til að tryggja sem besta þekkingu okkar á stöðunni og þróa sameiginlega afstöðu til þess sem að höndum ber.

Á Eystrasaltssvæðinu þar sem ástand öryggismála hefur versnað frá 2014 hefur bandalagið þróað víðtækt samstarf við Finna og Svía sem hefur skilað gagnkvæmum árangri. Við þökkum mikilvægt framlag Finna og Svía til aðgerða undir forystu NATO. Við höfum einsett okkur að styrkja enn frekar samvinnu okkar við þessa samstarfsaðila um mikilvæg verkefni, þ. á m. með reglulegu pólitísku samráði, sameiginlegri greiningu á stöðu mála og sameiginlegum æfingum til að geta brugðist við sameiginlegum áskorunum í tæka tíð og á árangursríkan hátt.

Á Svartahafssvæðinu hefur ástand öryggismála einnig versnað undanfarin ár. Við munum áfram leggja mat á hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir framvindu mála hjá NATO á svæðinu og hafa niðurstöðurnar til hliðsjónar við störf og stefnu bandalagsins. Eftir því sem við á munum við áfram styðja svæðisbundna viðleitni strandríkja við Svartahaf sem miðar að því að tryggja öryggi og stöðugleika. Við munum einnig efla skoðanaskipti okkar og samvinnu við Georgíu og Úkraínu í þessu skyni.

Á Norður-Atlantshafi eins og annars staðar verður bandalagið tilbúð til að beita fælingar- og varnarmætti gegn hvers kyns hugsanlegri ógn, þ. á m. gegn siglingaleiðum og hafsvæðum í nágrenni stranda NATO-ríkja. Í þessu samhengi munum við styrkja flota okkar enn frekar og alhliða greiningu á stöðu mála.

  1. gr.

Við munum enn bæta strategíska forsjálni okkar með því að efla greiningarstarf okkar, einkum í austri, suðri og á Norður-Atlantshafi. Geta okkar til að skilja, fylgjast með og loks að sjá fyrir aðgerðir hugsanlegra andstæðinga með njósnum, eftirliti og könnun (Intelligence, Surveillance and Reconnaissance (ISR) og víðtækri upplýsingaöflun verður sífellt mikilvægari. Aðgerðir á þessum sviðum ráða úrslitum varðandi tímanlegar og upplýstar  ákvarðanir um stjórnmál og hermál. Við höfum komið upp nauðsynlegum kerfum til að tryggja að svörunarhæfni okkar sé samsvarandi og hjá þeim herafla okkar sem getur brugðist við með skemmstum fyrirvara.

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …