Home / Fréttir / Hvít-Rússar sækja skaðabætur til Rússa vegna mengaðrar olíu

Hvít-Rússar sækja skaðabætur til Rússa vegna mengaðrar olíu

 

Olíuhreinsistöð í Hvíta-Rússlandi.
Olíuhreinsistöð í Hvíta-Rússlandi.

 

Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands, segir að „gífurlegt“ tjón hafi orðið í landi sínu vegna megnaðrar olíu sem þangað barst eftir Druzhba-leiðslunni og hann vænti skaðabóta frá Rússum.

Ríkisfréttastofan Belta hafði eftir forsetanum laugadaginn 11. maí að nú væri unnið að því að meta tjónið. Hann segir að tjónið sé „gífurlegt“ á olíuleiðslunni, tækjum á leiðslunni, þar á meðal dælum, og á olíuhreinsunarstöðvum.

Hann segir að tjónið nemi hundruð milljónum dollara og hann voni að Rússar skapi ekki ágreining um tölurnar.

Rússar skrúfuðu fyrir steymi olíu um Druzhba-leiðsluna vegna mengaðrar hráolíu undir lok apríl. Hvít-Rússar sögðu að um „klórín mengun“ væri að ræða í leiðslunni. Lífrænt klóríð er notað af framleiðendum til að auka nýtilegt magn á hráolíu en klóriðið verður að skilja frá olíunni áður en hún fer í hreinsistöðvar, annars er hætta á að tækjakostur stöðvanna eyðileggist.

Transneft, ríkisrekna fyrirtækið sem annast rekstur olíuleiðslunnar, segir að mengunina megi ef til vill rekja til ásetningsverks og atvikið hafi verið kært til lögreglu.

Eftir Druzhba-leiðslunni er olía flutt frá Rússlandi og Kazakhstan um Hvíta-Rússland til hreinisistöðva í Póllandi, Þýskalandi og Slóvakíu.

 

 

 

Skoða einnig

Úkraínuher fær F-16-þotur að lokinni þjálfun flugmanna

Bandaríkjastjórn hefur heimilað stjórnvöldum bandalagsríkja sinna að gefa Úkraínumönnum F-16-orrustuþotur. Þar með aukast líkur á …