
Sérfræðinga greinir á um hvernig meta eigi almennt áhrif hertu vopnalaganna í Ástralíu. Ljóst er að ofbeldisglæpum með vopnum hefur fækkað. Hitt er þó enn skýrara að skilaskyldan á vopnum hefur haft mikil áhrif og er talið að þeim sem myrtir eru með byssum hafi fækkað um 200 á ári að meðaltali vegna nýju reglnanna.
Miðvikudaginn 2. desember drápu hjón 14 manns og særðu 21 í bænum San Bernardino í Kaliforníu, Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar málið sem hryðjuverk. Eiginkonan, Tashfeen Malik, sór Daesh (Ríki íslams) hollustu sína á Facebook í sama mund og hún greip til vopna.
„Rannsóknin hefur til þessa leitt til ábendinga um að morðingjarnir hafi ánetjast öfgahyggju og þeir hafi hugsanlega hlotið hvatningu frá erlendum hryðjuverkasamtökum,“ sagði James B. Coney, forstjóri FBI, á blaðamannafundi föstudaginn 4. desember. Hann sagði ekkert hafa fundist sem benti til aðildar morðingjanna að stærri hópi eða hryðjuverkasellu. Hjónin féllu í skotbardaga við lögregluna miðvikudaginn 2. desember.
Fjöldamorðið í San Bernardino hefur enn á ný ýtt undir umræður um byssueign í Bandaríkjunum. Í blaðinu The New York Times (NYT) birtist laugardaginn 5. desember í fyrsta sinn síðan 1920 leiðari á forsíðu. Í honum er hvatt til leiða til að hefta byssu-faraldinn í Bandaríkjunum.
Blaðið birtir úttekt á stöðu byssumála í Ástralíu laugardaginn 5. desember máli sínu til stuðnings.
Þeir sem vilja koma böndum á byssueign Bandaríkjamanna sem talin er áhrifamikil undirrót tíðra fjöldamorða í Bandaríkjunum líta mjög til Ástralíu sem fyrirmyndar. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur vitnað til vopnalaga Ástralíu. Hilary Clinton sem sækist eftir að verða forseta demókrata segir „verðugt að skoða“ fordæmi Ástrala. Samtök byssueigenda, National Rifle Association, í Bandaríkjunum hafna öllu fordæmi frá Ástralíu með þeim rökum að þau hafi „svipt Ástrala réttinum til sjálfsvarnar og eflt glæpamenn“ án þess að draga úr ofbeldisbrotum.
Í NYT segir að einföld tölfræði frá Ástralíu segi sína sögu: Það hafi ekki verið nein fjöldamorð – en sérfræðingar telja þau framin myrði byssumaður fimm manns fyrir utan sjálfan sig – á tæpum 20 árum sem liðin séu frá því að vopnalögin voru hert.
Almennt litið hafa fjöldamorð verið fátíð í Ástralíu. Árið 1996 myrti þó byssumaður 35 í Port Arthur á Tasmaníu. Eftir það myndaðist þjóðarsamstaða um að takmarka mjög aðgang að skotvopnum.
John Howard, forsætisráðherra mið-hægrimanna, beitti sér fyrir hinnu hertu löggjöf þar sem sjálfvirkir og hálf-sjálfvirkir árásarriflar og sleða-rifflar voru almennt bannaðir. Reglur um útgáfu skotvopnaleyfa voru hertar, tekin var upp landskráning á skotvopnum og um ákveðin tíma gilti endurkaupa- og skilaskylda á byssum sem minnkaði almenningseign á þeim um rúmlega 20%.
Á nýju löggjöfina reyndi í desember 2014 þegar byssumaður sem hafði aðhyllst íslamska öfgahyggju tók fólk í gíslingu á kaffihúsi í Sydney. Árásarmaðurinn, Man Haron Moris, veifaði afsöguðum sleðariffli sem hann hafði eignast á ólögmætan hátt. Við rannsókn kom í ljós að byssan hafi gengið manna á milli fyrir bannið frá 1996. Henni hafði aldrei verið skilað til yfirvalda. Kúlurnar í henni voru taldar 15 til 20 ára gamlar.
Monis hélt fólki í gíslingu í 17 klst. Hann skaut nokkrum sinnum á vegg áður en hann drap stjórnanda kaffihússins. Við svo búið réðst lögregla til atlögu, drap byssumanninn og annan gísl í átökunum.
Hvort hin hertu vopnalög breyttu einhverju varðandi þetta atvik er umdeilt en stuðningsmenn takmarkana halda fram að svo sé. Gagnrýnendur hertu lagaákvæðanna í Ástralíu segja að fyrir 1996 hafi ofbeldiglæpum fækkað jafnt og þétt í landinu og þróunin hefði verið til sömu áttar þrátt fyrir setningu nýju laganna.
Sérfræðinga greinir á um hvernig meta eigi almennt áhrif hertu vopnalaganna í Ástralíu. Ljóst er að ofbeldisglæpum með vopnum hefur fækkað. Hitt er þó enn skýrara að skilaskyldan á vopnum hefur haft mikil áhrif og er talið að þeim sem myrtir eru með byssum hafi fækkað um 200 á ári að meðaltali vegna nýju reglnanna.
Miðvikudaginn 2. desember drápu hjón 14 manns og særðu 21 í bænum San Bernardino í Kaliforníu, Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar málið sem hryðjuverk. Eiginkonan, Tashfeen Malik, sór Daesh (Ríki íslams) hollustu sína á Facebook í sama mund og hún greip til vopna.
„Rannsóknin hefur til þessa leitt til ábendinga um að morðingjarnir hafi ánetjast öfgahyggju og þeir hafi hugsanlega hlotið hvatningu frá erlendum hryðjuverkasamtökum,“ sagði James B. Coney, forstjóri FBI, á blaðamannafundi föstudaginn 4. desember. Hann sagði ekkert hafa fundist sem benti til aðildar morðingjanna að stærri hópi eða hryðjuverkasellu. Hjónin féllu í skotbardaga við lögregluna miðvikudaginn 2. desember.