
Að loknum ríkisoddvitafundi NATO í Brussel mánudaginn 14. júní 2021 sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, að samskipti bandalagsþjóðanna og Rússa hefðu aldrei verið verri en núna undanfarin 30 ár, það er frá hruni Sovétríkjanna.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði eftir fundinn við fréttamann ríkisútvarpsins í Brussel að margir ræðumenn þar hefðu viljað leggja sitt til fundar Joes Bidens Bandaríkjaforseta og Vladimirs Pútins Rússlandsforseta í Genf miðvikudaginn 16. júní,
Þessi skoðun framkvæmdastjórans fellur að því sem segir í 79. greina langri yfirlýsingu ríkisoddvitana.
Þar er í 11. grein bent á að Rússar efli hernaðarmátt sinn á fjölmörgum sviðum, skipi heraflanum í meiri sóknarstöðu, tileinki sér nýja hernaðartækni, hafi í frammi ögranir meðal annars nærri landamærum NATO, efni fyrirvaralaust til skyndi heræfinga, vígbúist meira á Krím, komi nútímalegum skotflaugum fyrir í Kaliningrad sem beri tvenns konar sprengjuodda, stofni til hernaðarsamruna við Hvíta-Rússland, brjóti hvað eftir annað gegn lofthelgi NATO-ríkja, ógni í vaxandi mæli öryggi á Evró-Atlantssvæðinu og stuðli að óstöðugleika við landamæri NATO og handan þeirra.
Í 12. grein yfirlýsingarinnar segir að auk aðgerða sinna á sviði hernaðar auki Rússar einnig fjölþátta aðgerðir sínar gegn aðildarþjóðum NATO og samstarfsþjóðum bandalagsins meðal annars með því að styðjast við staðgengla. Þetta birtist til dæmis í tilraunum til afskipta af kosningum í bandalagsríkjum og lýðræðislegum stjórnarháttum.; pólitískum og efnahagslegum þrýstingi og hótunum; víðtækum upplýsingafölsunum; skaðvænlegum netaðgerðum; og með því að stöðva ekki athafnir netglæpamanna á yfirráðasvæði sínu, þar á meðal þeirra sem beina spjótum sínum að mikilvægum innviðum innviðum í NATO-löndum. Þarna er einnig um að ræða ólögmætar og eyðileggjandi aðgerðir rússneskra njósnastofnana á á landsvæði bandalagsþjóðanna, sumar þeirra hafa kostað almenna borgara lífið og valdið verulegu efnislegu tjóni. Við lýsum samstöðu með Tékklandi og öðrum bandalagsríkjum sem hafa orðið fyrir tjóni vegna þessa.
Í 13. grein er minnt á að Rússar haldi áfram að auka fjölbreytni kjarnorkuherafla síns, þar á meðal með því að taka í notkun samstæður skamm- og meðladrægra skotflaugakerfa sem sé ætlað að þvinga NATO. Rússar hafi endurhlaðið um 80% af langdrægum kjarnorkuherstyrk sínum og séu að efla kjarnorkumátt sinn með því að smíða nýstárleg vopn sem grafa undan stöðugleika og fjölbreytt safn vopnakerfa sem geta bæði notað venjulega sprengjuodda og kjarnorkuodda. Kjarnorkuvopnastefna Rússa og alhliða endurnýjun þeirra á kjarnorkuvopnakerfum, fjölbreytni og útþensla, þar á meðal aukin gæði og meira magn af rússneskum skamm- eða mæladrægum kjarnavopnum stuðli að meira sóknarafli í því skyni að geta beitt þvingunum. Ætla NATO-ríkin að starfa náið saman til að bregðast við öllum ógnum sem stafa af Rússum,