Home / Fréttir / Hollendingur stjórnar NATO í fjórða sinn

Hollendingur stjórnar NATO í fjórða sinn

Mark Rutte

Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra Hollands, tekur við embætti framkvæmdastjóra NATO af Jens Stoltenberg sem hefur skipað það í 10 ár, frá 2014, og lætur af því 1. október 2024.

Þetta varð endanlega ljóst fimmtudaginn 20. júní þegar ríkisstjórn Rúmeníu lýsti síðust 32 ríkisstjórna bandalagsþjóðanna yfir stuðningi við hann. Ráðning hans í embættið verður formlega staðfest á fundi ríkisoddvita NATO-þjóðanna í Washington 9. til 11. júlí þegar einnig verður minnst 75 ára afmælis bandalagsins.

Klaus Johannis, forsæti Rúmeníu, hafði gefið kost á sér í NATO-embættið. Rúmenska ríkisstjórnin gaf hins vegar út tilkynningu 20. júní um að hún styddi Rutte.

Í óformlegu ferli til sð tryggjs stuðning aðildarríkjanna vaknaði spurning um afstöðu Viktors Orbáns, forsætisráðherra Ungverjalands. Orbán hefur skapað sér sérstöðu innan NATO – hann varð til dæmis síðastur til að samþykkja aðild Svía að bandalaginu í mars 2024.

Rutte ritaði fyrr í þessari viku bréf til Orbáns eftir fund þeirra og er ekki lengur neinn vafi um stuðning Orbáns.

Mark Rutte hefut verið forsætisráðherra Hollands frá 2010. Hann ákvað að bjóða sig ekki fram til þings í fyrra og lætur af embætti forsætisráðherra 2. júlí nk.

Um síðustu helgi sat hann sem forsætisráðherra Hollands friðsrráðstefnu í Sviss um Úkraínu. Þar lofaði hann Úkraínumönnum alhliða stuðningi Hollendinga eins lengi og þörf krefðist.

Mark Rutte er fjórði Hollendingurinn sem gegnir embættii framkvæmdastjóra NATO, hinir þrír eru Dirk Stikker (1961-1964); Joseph Luns (1971-1984) og Jaap de Hoop Scheffer (2004-2009).

 

 

Skoða einnig

ESB-þingmenn hafna tillögum Orbáns um Úkraínu

Nýkjörið 720 manna ESB-þing kom saman til fyrsta fundar í Strassborg þriðjudaginn 16. júlí og …