Home / Fréttir / Herráðsformaður Breta: Pútin hefur ekki náð neinu hernaðarmarkmiði sínu

Herráðsformaður Breta: Pútin hefur ekki náð neinu hernaðarmarkmiði sínu

Sir Tony Radakin

Vladimir Pútin „mistekst hvarvetna þegar litið er til hernaðarlegu markmiðanna sem hann setti sér,“ segir formaður herráðs Breta.

Sir Tony Radakin flotaforingi segir átökin í Úkraínu kunna að „reynast langvinn“ þrátt fyrir nýlega sókn Úkraínuhers.

Rætt var um stöðuna í Úkraínu við herráðsformanninn í BBC. Hann minnti á að strax í upphafi átakanna hefði breska herráðið talið Pútin hafa gert strategísk mistök með innrásinni og þau hefðu óhjákvæmilega strategískar afleiðingar.

Nú blasi við strategísk mistök hers Rússa. Pútin hafi mistekist að ná öllum strategískum markmiðum sínum. Hann ætlaði að leggja Úkraínu undir sig, það verði ekki.

Hann vildi leggja undir sig höfuðborgina Kyív. Þar tapaði her hans. Hann ætlaði að veikja NATO, bandalagið er nú miklu öflugra en áður með aðild Finna og Svía.

Pútin vilji brjóta alþjóðlega staðfestu á bak aftur. Í raun hafi hún styrkst á átakatímanum, hann sé undir þrýstingi, vandamál hans vaxi.

Þá sagði herráðsformaðurinn:

„Honum hefur alltaf gengið erfiðlega að manna tækjakost sinn. Hann skortir mannafla. Liðssveitir hans eru þunnskipaðar á vígvellinum. Við erum jafnframt vitni að glæsilegri framgöngu hers Úkraínu sem sýnir mikið hugrekki, liðsmenn hans berjast fyrir land sitt og þeir hafa nýtt sér alþjóðlega stuðninginn sem kemur frá okkur öllum.“

 

Skoða einnig

Ísraelar hvattir til stillingar – þeir segjast taka eigin ákvarðanir

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði 17. apríl að loknum fundum með forsætisráðherra og utanríkisráðherra Ísraels …