Home / Fréttir / Harry S. Truman í heræfingu – Foggo talar hjá Varðbergi

Harry S. Truman í heræfingu – Foggo talar hjá Varðbergi

Bandaríski flotinn sendi þessa mynd frá Harry S. Truman í september þegar gestir frá Íslandi heimsóttu skipið.
Bandaríski flotinn sendi þessa mynd frá Harry S. Truman í september þegar gestir frá Íslandi heimsóttu skipið.

Bandaríkjamenn hafa ákveðið að flugmóðurskipið Harry S. Truman taki þátt NATO-heræfingunni Trident Juncture 2018 í og við Noreg undir lok október og í byrjun nóvember. James G. Foggo aðmírall stjórnandi æfingarnar skýrði frá þessu þriðjudaginn 9. október á blaðamannafundi í höfuðstöðvum NATO í Brussel.

James G. Foggo er yfirmaður flotastjórnar NATO í Napolí á Ítalíu. Hann flytur erindi á fundi í Varðbergs í Norræna húsinu kl. 17.00 þriðjudaginn 16. október og fjallar um svör NATO og bandalagsþjóðanna við breyttri strategískri stöðu og hernaðarlegri þróun á Norður-Atlantshafi.

Á blaðamannafundinum í Brussel sagði Foggo að með þátttöku flugmóðurskipsins í æfingunni yrði enn meira öryggi tryggt á sjó og í lofti.

Harry S. Truman er 333 metrar á leng, um 60 flugvélar og þyrlur eru um borð. Í fylgd með skipinu eru orrustu- og hjálparskip. Alls eru um 6.000 manns í flotanum og taka því alls um 50.000 manns þátt í heræfingunni, þar á meðal frá Svíþjóð og Finnlandi.

Fyrir skömmu var Harry S. Truman á siglingu fyrir sunnan Ísland og 19. september fóru Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, utanríkismálanefndarmenn og sendiherrar erlendra ríkja fljúgandi frá Reykjavíkurflugvelli um borð í skipið.

 

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …