Home / Fréttir / Hæstiréttur: Trump er kjörgengur í Colorado

Hæstiréttur: Trump er kjörgengur í Colorado

Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði einróma mánudaginn 4. mars að Donald Trump væri kjörgengur í Coloradoríki og hafnaði þannig niðurstöðu hæstaréttar ríkisins sem taldi Trump ekki kjörgengan vegna atbeina hans að árás á þinghús Bandaríkjanna í Washington 6. janúar 2021.

Úrskurðurinn var felldur daginn fyrir „ofur-þriðjudaginn“ þegar gengið verður til forskosninga í 15 ríkjum Bandaríkjanna, þ. á m. Colorado, til að velja forsetaframbjóðanda í kosningunum í nóvember.

Dómararnir níu leggja ekki mat á framgöngu Trumps 6. janúar 2021 heldur leggja þeir til grundvallar niðurstöðu sinni að aðeins Bandaríkjaþing en ekki eitt ríki Bandaríkjanna geti ákveðið að nafn einhvers frambjóðanda megi ekki vera á kjörseðli í forsetakosningum.

 

Skoða einnig

Ísraelar hvattir til stillingar – þeir segjast taka eigin ákvarðanir

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði 17. apríl að loknum fundum með forsætisráðherra og utanríkisráðherra Ísraels …