Home / Fréttir / Hælisleitendum fækkar í Svíþjóð

Hælisleitendum fækkar í Svíþjóð

Hælisleitendur í Svíþjóð hafa ekki verið færri í átta ár en þeir voru árið 2017 segir í tilkynningu sænsku útlendingastofnunarinnar Migrationsverket þriðjudaginn 9. janúar. Þar kemur einnig fram að stofnunin hafi hreinsað biðlista sína.

Alls sóttu 25.666  manns um hæli í Svíþjóð árið 2016, rúmlega 3.000 færri en árið 2016 en árið 2105 sóttu 163.000 manns um hæli í landinu. Leita þarf aftur til ársins 2009 til að finna fjölda hælisleitenda sem sé lægri en árið 2017.

Í fyrra komu flestir hælisleitendur til Svíþjóðar frá Sýrlandi, Írak eða Eritreu.

Þessar tölur frá Svíþjóð eru í samræmi við þróunina almennt í Evrópu. Talið er að 183.000 farand- og flóttamenn hafi komið til Evrópu á árinu 2017. Helmingi færri en árið 2016 og færri en undanfarin fjögur ár.

Frá því að fjöldi hælisleitenda var mestur á árinu 2015 hefur sænska útlendingastofnunin afgreitt 200.000 hælisumsóknir og hélt í við fjölda umsókna á árinu 2017 þótt fækkað hafi verið í starfsliði stofnunarinnar haustið 2017. Af þeim sem sóttu um hæli fengu 56% jákvæða afgreiðslu.

Á árinu 2017 var lögð áhersla á að tæma biðlista með umsóknum fylgdarlausra barna. Afgreiddi stofnunin 18.000 slík mál en hún hafði sett sér 17.000 mál sem markmið.

Ágreiningur um aldur umsækjenda hefur tafið afgreiðslu umsókna frá fylgdarlausum börnum. Í fyrra var gripið til nýrra læknisfræðilegra aðferða við aldursgreininguna. Um þessar mundir eru alls 2.600 umsóknir fylgdarlausa barna til athugunar á mismunandi stigum sænska kerfisins.

Heimild:local.se

 

 

 

Skoða einnig

Sænski forsætisráðherrann: Útilokar ekki kjarnavopn í stríði

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir víðtæka samstöðu um að banna kjarnavopn á sænsku landsvæði á …