Home / Fréttir / Guðni Th. og Pútín ræða sögu samskipta Íslendinga og Rússa

Guðni Th. og Pútín ræða sögu samskipta Íslendinga og Rússa

 

Frá fundi Vladimírs Pútíns  og Guðna Th. Jóhannessonar í Arkhangelsk.
Frá fundi Vladimírs Pútíns og Guðna Th. Jóhannessonar í Arkhangelsk.

Vladimir Pútin Rússlandsforseti hitti Sauli Niinistö, forseta Finnlands, og Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á fundum í Arkhangelsk í Norður-Rússlandi fimmtudaginn 30. mars. Voru forsetar Finnlands og Íslands þátttakendur í árlegri norðurslóðaráðstefnu Rússa.

Af fréttum frá Rússlandi má ráða að það sem helst hafi vakið athygli í ræðum erlendu forsetanna hafi verið tillaga frá finnska forsetanum um að haldinn yrði ríkisoddvitafundur átta aðildarríkja Norðurskautsráðsins í Finnlandi á næstunni þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vladimír Pútín gæfist færi á að hittast í fyrsta sinn.

Vladimír Pútin tók vel í hugmynd Finnlandsforseta, hann myndi með ánægju sitja slíkan fund. Yrði ekki af honum kynni hann að hitta Trump í júlí þegar efnt verður til ríkisoddvitafundar G20 ríkjanna í Þýskalandi.

Frásögn skrifstofu Pútíns af fundinum með Guðna Th. Jóhannessyni birtist í heild á ensku hér fyrir neðan. Þar kemur fram að forsetarnir hafi lagt áherslu á að Rússar hafi verið meðal fyrstu þjóða til að viðurkenna sjálfstæði Íslands og þeir hafi stutt Íslendinga í þorskastríðunum. Þá minntist forseti Íslands á skipalestirnar frá Íslandi í síðari heimsstyrjöldinni sem sigldu til Arkhangelsk.

Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðni Th. Jóhannesson og Vladimír Pútín ásamt túlki.
Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðni Th. Jóhannesson og Vladimír Pútín ásamt túlki.

Hér er fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins um fundinn með Pútín:

„Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, áttu í dag [fimmtudaginn 30. mars] fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta, í Arkhangelsk, þar sem þeir taka þátt í ráðstefnu um málefni norðurslóða. Tvíhliða samskipti ríkjanna, viðskipti, og ýmis alþjóðamál voru rædd á fundinum, m.a. innflutningsbann Rússa á íslenskar vörur og norðurslóðamál.

„Þetta var góður fundur. Samskipti okkar eiga sér langa sögu og varða allt frá viðskiptum og menningu til öryggismála. Þó við séum vissulega ekki sammála um allt, er mikilvægt að við gætum þess að eiga regluleg samskipti og ræða saman í hreinskilni,“ segir Guðlaugur Þór.

Samskipti Íslands og Rússlands ná langt aftur og varða ýmis svið. Nýlega lauk árlegu viðskiptasamráði ríkjanna og áhugi er t.d. á samvinnu íslenskra og rússneskra fyrirtækja á sviði nýsköpunar og jarðhita í austurhluta Rússlands. Þá er áhugi á frekara samstarf í tengslum við sjávarútveg til að fylgja eftir heimsókn tíu íslenskra fyrirtækja, m.a. tæknifyrirtækja, til Múrmansk fyrr í vetur.

Þá bar menningarsamstarf og íþróttir á góma en á næsta ári verður heimsmeistaramótið í fótbolta haldið í Rússlandi og ýmsir menningarviðburðir þar sem íslenskir listamenn taka þátt, eru fyrirhugaðir í Rússlandi á þessu ári; kvikmyndahátíð, ljósmyndasýning, heimsóknir tónlistarmanna og rithöfunda ofl.

Þvingunaraðgerðir vestrænna ríkja og innflutningsbann Rússlands voru enn fremur til umfjöllunar, og benti Guðlaugur Þór á hversu umfangsmiklar gagnaðgerðir rússneskra stjórnvalda hefðu neikvæð áhrif á viðskipti ríkjanna og beindust einnig gegn rússneskum almenningi. Innflutningsbannið hefur meðal annars leitt til þess að fiskneysla í Rússlandi hefur dregist saman um 30%. Utanríkisráðherra nefndi líka málefni tengd rússneska matvælaeftirlitinu en bönn og flóknir ferlar hafa leitt til vandamála fyrir íslensk fyrirtæki um nokkurt skeið.

Málefni norðurslóða voru til umræðu en gott samstarf hefur á mörgum málefnasviðum, t.d. innan Norðurskautsráðsins og var á fundinum lögð áhersla á að svo yrði áfram.“

Guðni Th. Jóhannesson og Vladimír Pútín.
Guðni Th. Jóhannesson og Vladimír Pútín.

Frásögn forsetaskrifstofu Rússlands.

Í frásögninni er sagt frá því að Pútín hafi hitt forseta Íslands og þeir hafi skipst á þessum orðum í upphafi fundar síns:

„President of Russia Vladimir Putin: Mr President, colleagues, let me welcome you once again at this meeting in a broader format.

I would like to begin this meeting by saying that the presence of the President of Iceland at events of this kind, devoted to the Arctic and its problems, has become an excellent tradition now. We are very grateful to you for this and are very pleased indeed to see you.

In this respect, let me recall that the Soviet Union was of the first countries to recognise Iceland’s national independence and actively supported Iceland in the so-called cod wars…

President of Iceland Gudni Johannesson: Indeed. Thank you.

VladimirPutin: …Including with respect to the sanctions that some Western countries imposed on Iceland back then.

Our relations are developing positively. I would like very much to discuss our economic ties.

I am pleased to have this chance today, on the sidelines of this forum, to discuss our bilateral relations.

Thank you.

Gudni Johannesson: (In Russian.) Thank you very much.

(In English.) Vladimir Vladimirovich, it has been a pleasure to be here with you at this conference. And I think it is fitting, in a sense, that we are in Arkhangelsk, because you mentioned history, how the authorities in Moscow were among the first to recognise the independence of Iceland in the old days, and their support in the fishing disputes. During the Second World War, convoys also connected Iceland and Arkhangelsk. The convoys would gather in Hvalfjordur in Iceland, some of them at least, and then sail onwards to Arkhangelsk. So it is a pleasure for me as a historian to come to this historic place, and I actually thoroughly enjoyed going to the nautical museum in Arkhangelsk this morning, and I have enjoyed the conference in its entirety as well.

And let me just add as well that even though I thoroughly enjoy history, and I’m sure we could have many interesting discussions on the past, in my relatively new position as President, I must look forward, and see how we can improve the relations between Iceland and Russia. And looking at the past, I see no reason why we could not go down the road of further improvement.“

 

Guðni Th. Jóhannesson og Vladimír Pútín.
Guðni Th. Jóhannesson og Vladimír Pútín.

Myndir eru fengnar af opinberri vefsíðu rússneska forsetaembættisins.

Skoða einnig

Úkraínustjórn fordæmir erlenda „eftlrlitsmenn“ rússneskra svikakosninga á hernumdum svæðum í Úkraínui

Úkraínsk stjórnvöld hafa harðlega gagnrýnt kosningarnar sem efnt var til undir stjórn Rússa á hernumdum …