Home / Fréttir / Geymslurými í bílastæðahúsi Helskinki-flugvallar

Geymslurými í bílastæðahúsi Helskinki-flugvallar

39-7347885f98087fc55c4Finnska flugrekstrarfélagið Finavia auglýsir nú laus vetrargeymslustæði fyrir bíla og báta í bílastæðahúsi við Helsinki-flugvöll. Gegn geymslugjaldi er unnt að leggja þar bátum og farartækjum sem eru undir tveimur metrum á hæð.

„Nú á þessum tímum gefst tækifæri til að stunda nýsköpun á algjörlega nýju þjónustusviði við viðskiptavini okkar. Vegna kórónuveirunnar verður meira laust rými í bílastæðahúsinu í vetur. Við venjulegar aðstæður getum við þetta ekki,“ sagði Jukka Isomäki, forstjóri Finavia.

Finnska ríkisútvarpið, YLE, segir fleiri í flugrekstri hafa orðið að endurskoða rekstur sinn og áætlanir vegna hörmulegra fjárhagsáhrifa veirunnar.

Flugvélaeldhúsið, Finnair Kitchen, með 500 starfsmenn án verkefna, hafi til dæmis leitað fyrir sér á markaði með tilbúna rétti og boðið þá til sölu í stórum matvöruverslunum.

Flugvöllurinn er í bæjarfélaginu Vantaa og bæjarstjórnin þar lagði því lið í sumar að bílabíó var opnað á auðum stæðum við Helskinki-flugvöll.

Það kostar 89 evrur á mánuði, tæpar 15.000 ísl. krónur, að leigja stæði í bílastæðahúsi flugvallarins og unnt að geyma bíla eða báta þar fram til loka maí 2021.

Skoða einnig

Pútin ýtir Finnum og Svíum nær NATO

Krafa Vladimirs Pútins Rússlandsforseta um að ríki nálægt Rússlandi, þar á meðal Finnland og Svíþjóð, …