Home / Fréttir / Gagn-kafbátaæfing fyrir norðan Ísland

Gagn-kafbátaæfing fyrir norðan Ísland

Bandarískur tundurpsillir af Arleigh Burke-gerð.
Bandarískur tundurpsillir af Arleigh Burke-gerð.

Nú í vikunni er 6. floti Bandaríkjanna í forystu fyrir gagn-kafbátaæfingu á Norður-Atlantshafi sem tekur mið af síauknum umsvifum rússneskra kafbáta í hafinu.

Æfingin fer fram undan strönd Nordlands í Norður-Noregi. Fyrir utan Norðmenn og Bandaríkjamenn taka Kanadamenn, Frakkar og Bretar þátt í æfingunni.

Bandarískur árásarkafbátur, norsk freigáta, bandarískur tundurspillir af Arleigh Burke-gerð og herskip frá hinum þátttökulöndunum verða þarna við æfingar. Norskar kafbátaleitarvélar af Orion-gerð og bandarískar af P-8A Poseidon-gerð verða sendar á vettvang.

Í júní í fyrra efndu 10 NATO-ríki til víðtækri gagn-kafbátaæfingu á hafsvæðum umhverfis Ísland. Þegar NATO efndi til flotaæfingar fyrir utan Tromsø í Norður-Noregi í maí 2017 komu 12 rússneskar vélar í átt að flotanum og virtust æfa sig í árásum á hann.

 

Heimild: Barents Observer

 

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …