Home / Fréttir / Fyrsti dróni NATO sendur á loft

Fyrsti dróni NATO sendur á loft

NATO-dróni
NATO-dróni

Fyrsti af fimm drónum  NATO (NATO Global Hawk Unmanned Aerial Vehicle (UAV)) fór í fyrsta flug sitt frá Palmdale flugstöðinni í Kaliforníu laugardaginn 19. desember.

Drónarnir eða hin ómönnuðu flugför eru hluti af Alliance Ground Surveillance (AGS) NATO, það er eftirlitskerfi með því sem gerist á landi. Dróninn fór í 40.000 feta hæð áður en hann lenti á Edwards Air Force Base 2,5 klukkustund síðar.

„Með AGS-kerfi sínu getur NATO haldið uppi stöðugu eftirliti á stóru svæði úr mikilli hæð við hvaða veðurskilyrði sem er. Með aðstoð kerfisins geta stjórnendur fengið góða heildarmynd af aðstæðum á jörðu niðri,“ sagði Dietmar Thelen, verkefnastjóri hjá stjórnstöð landeftirlitskerfis NATO (NATO Alliance Ground Surveillance Management Agency (NAGSMA)) „Þetta er markvert skref fram á við fyrir NATO við endurnýjun á sameiginlegu eftirlits- og könnunarkerfi sínu.“

Þessir svonefndu Global Hawks (hnattrænu fálkar) NATO eru fyrstu flugförin sem bandalagið eignast og rekur frá því að NATO keypti nokkrar AWACS-eftirlitsvélar snemma á níunda áratugnum. 15 NATO-ríki leggja sitt af mörkum til að efla landeftirlit NATO (Bandaríkin, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Ítalía, Lettland, Litháen, Lúxemburg, Noregur, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Þýskaland.)

 

Þegar drónarnir verða teknir í notkun í Evrópu verður þeim stjórnað frá stöð í Sigonella á Ítalíu

 

Skoða einnig

Úkraína hefur aldrei staðið nær NATO

Tveggja daga fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna lauk í Brussel miðvikudaginn 29. nóvember. Þar var fjallað um …