Home / Fréttir / Fyrrverandi einkalögfræðingur Trumps semur við ákæruvaldið til að bjarga eigin skinni

Fyrrverandi einkalögfræðingur Trumps semur við ákæruvaldið til að bjarga eigin skinni

Micaael Cohen
Micaael Cohen

Fréttir eru um að Micahel Cohen, fyrrverandi einkalögfræðingur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og „reddari“ um margra ára skeið, hafi samið við alríkis-saksóknara þriðjudaginn 21. ágúst um sakarefni sem tengjast brotum á lögum um fjármögnun kosningabaráttu og banka- og skattasvik.

Að kvöldi þriðjudagsins var ekki vitað hvort í samkomulaginu felist að Cohen muni vinna með alríkis-saksóknurunum í New York og Robert Mueller, sérstökum saksóknara á afskiptum Rússa af forsetakosningabaráttunni árið 2016. Cohen hefur í mörg ár unnið að því að leysa vandamál fyrir Trump, nú velta álitsgjafar fyrir sér hvort hann verði allra mesta vandamál Trumps.

Stormy Daniels, leikkona í klámyndum, hélt því fram að hún hefði átt í sambandi við Donald Trump á árinu 2006 og fengið 130.000 dollara greiðslu frá Cohen fyrir að þegja um atvikið.

Eftir að Daniels skýrði frá samskiptum sínum við Cohen gerðu alríkislögreglumenn húsleit heima hjá honum og í skrifstofu hans í apríl 2018. Þá sagði fyrrverandi bandarískur saksóknari við vefsíðuna Axios:„Þetta hlýtur að hafa gerst: Mueller datt niður á sönnunargögn um brotlegt athæfi sem var utan umboðs hans svo að hann vísaði því til Rods.“ Þar er átt við Rod J. Rosenstein, vara-dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.

Með dómi að húsleitinni lokið var komið í veg fyrir að lögmenn Trumps fengju strax að vita hvaða gögn fundust í henni og leyndarmál „eina mannsins í heimi sem hafði vitneskju um allt sem tengdist Trump vegna starfa hans, stjórnmála, einkamála, lögfræðilegra mála og fjölskyldulífs“ lágu opin fyrir alríkislögreglunni.

Rannsókn stjórnvalda varð víðtækari í maí eftir að rannsakendur höfðu hlerað síma Cohens.

Cohen rauf þögn sína í júlí í samtali við George Stephanopoulos á ABC-fréttastöðinni. Þar gaf hann til kynna að hann væri fús til að eiga samstarf við alríkislögregluna. „Ég verð ekki stuðpúði í málsvörn einhvers, ég er ekki skúrkurinn í málinu og ég mun ekki leyfa öðrum að reyna að draga upp þá mynd af mér,“ sagði hann.

Lanny Davis, lögfræðingur Cohens, sendi síðar í júlí frá sér upptöku til CNN þar sem er að heyra samtal Cohens við Trump um að borga Karen McDougal, Playboy-stúlku, sem sagðist hafa átt í sambandi við forsetann. Davis gaf fyrirheit um að „meira kæmi“.

Skömmu síðar sagði Cohen við CNN að Trump vissi fyrirfram um fund í Trump Tower í New York árið 2016 þegar nokkrir helstu menn í kosningastjórn hans hittu rússneskan lögfræðing sem lofaði þeim óhróðri um Hillary Clinton.

Leigubílaþjónusta fjölskyldu Cohens var brátt tekin til skoðunar sem leiddi til Twitter-færslna Trumps undir lok júlí.

Nú um helgina bárust fréttir um að alríkislögreglan rannasakaði banka- og skattsvik og hefur það að líkindum leitt til samkomulagsins nú þriðjudaginn 21. ágúst.

 

Heimild: Axios

Skoða einnig

Drónaárás gerð á Moskvu

Ráðist var með drónum á Moskvu, höfuðborg Rússlands, að morgni þriðjudags 30. maí. Svo virðist …