Home / Fréttir / Frontex vill hervernd fyrir landamæraverði sína á Miðjarðarhafi

Frontex vill hervernd fyrir landamæraverði sína á Miðjarðarhafi

 

 

Frontex

 

Af hálfu Frontex, landamærastofnunar Evrópu, hefur verið farið fram á hervernd gegn vopnuðum smyglurum á farandfólki sem auka umsvif sín á Miðjarðarhafi og við strönd Libíu. Varðskipið Týr hefur sinnt verkefnum fyrir Frontex á þessum slóðum undanfarna mánuði og tekið þátt í Triton-aðgerð landamærastofnunarinnar.

Í frétt á vefsíðunni EUobserver  segir föstudaginn 29. maí að í febrúar og apríl hafi það gerst að smyglarar hafi beint Kalashnikov-rifflum sínum að landamæravörðum sem unnu að Triton-verkefnum og þá hafi farandfólkinu einnig verið ógnað.

Fabrice Leggeri, forstjóri Frontex í Varsjá, sagði við blaðamenn í Brussel fimmtudaginn 28. maí að til þessara tveggja atvika hefði komið þegar landamæraverðirnir reyndu að ná bátum smyglaranna á sitt vald.

Leggeri sagði að í febrúar hefðu um 300 manns verið bjargað um borð í Triton-skip þegar smyglararnir munduðu vopn sín. Við þær aðstæður gæti „allt“ gerst ef skothríð hæfist.

Í júní ætlar ESB að standa að nýrri aðgerð á Miðjarðarhafi og hefur hún verið nefnd EU Navfor Med og felur í sér að herflota verður beitt gegn smyglurunum.

Þessi aðgerð er ekki undir merkjum Frontex en í tengslum við landamæravörsluna. Með herskipum er ætlunin að hertaka og sökkva smyglarabátunum í því skyni að kippa grundvelli undan „viðskiptalíkani“ smyglaranna.

Í skjölum sem samin hafa verið af utanríkis- og öryggismálaþjónustu ESB kemur fram að við beitingu hervalds er „mikil hætta á að almennir borgarar verði fyrir tjóni og að mannslífum verði fórnað“.

Leggeri sagði erfitt að meta þessa hættu. Í febrúar og apríl hefði ekkert tjón orðið enda hefðu landamæraverðirnir ekki gripið til vopna.

Samhliða því sem ESB skipuleggur hernaðaraðgerðir gegn smyglurum á Miðjarðarhafi hefur verið ákveðin 26 milljóna evra aukafjárveiting til Frontex á þessu ári til að kosta Triton og aukna vörslu á landamærum Tyrklands, Grikklands og Búlgaríu.

Árið 2016 fær Frontex 46 milljón evrur til aðgerða á Miðjarðarhafi sem Leggeri segir „gífurlega aukningu“.

Skip á vegum Frontex verða 80 sjómílur undan strönd Libíu nema sé kallað á aðstoð þeirra, þá sigla þau nær ströndinni. Flestu fólki er bjargað 30 til 40 sjómílur frá ströndinni.

Við þessa gæslu hefur Frontex fjórar flugvélar til ráðstöfunar, sex eftirlitsskip, 12 eftirlitsbáta, tvær þyrlur, níu yfirheyrsluhópa og sex rannsóknarhópa.

bbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbUm 170.000 fóru árið 2014 ólöglega frá Líbíu til Ítalíu. Um 70.000 voru annaðhvort Sýrlendingar eða Erítreumenn.

 

Skoða einnig

Drónaárás gerð á Moskvu

Ráðist var með drónum á Moskvu, höfuðborg Rússlands, að morgni þriðjudags 30. maí. Svo virðist …