Home / Fréttir / Frambjóðanda Rússa hafnað í Interpol

Frambjóðanda Rússa hafnað í Interpol

41547678_303

Frambjóðanda Rússa í sæti stjórnarformanns alþjóðalögreglunnar Interpol var hafnað á 193 ríkja þingi stofnunarinnar í Dubai miðvikudaginn 21. nóvember. Kim Jong Yang frambjóðandi Suður-Kóreu náði kjöri. Hann varð starfandi stjórnarformaður í september eftir að Kínverjinn Meng Hongwei sagði af sér eftir að sæta handtöku í Kína vegna ásakan um spillingu.

Kim þurfti stuðning tveggja þriðju þingfulltrúa. Hann gegnir formennsku til ársins 2020.

 

Skoða einnig

Spenna í Íran á eins ár minningardegi Amini sem lögregla myrti vegna skorts á höfuðslæðu

Íranir heima og erlendis minnast þess laugardaginn 16. september að eitt ár er liðið frá …