Frambjóðanda Rússa í sæti stjórnarformanns alþjóðalögreglunnar Interpol var hafnað á 193 ríkja þingi stofnunarinnar í Dubai miðvikudaginn 21. nóvember. Kim Jong Yang frambjóðandi Suður-Kóreu náði kjöri. Hann varð starfandi stjórnarformaður í september eftir að Kínverjinn Meng Hongwei sagði af sér eftir að sæta handtöku í Kína vegna ásakan um spillingu.
Kim þurfti stuðning tveggja þriðju þingfulltrúa. Hann gegnir formennsku til ársins 2020.