Home / Fréttir / Frakkland: Mótmæli gegn hækkun á eldsneyti valda banaslysi

Frakkland: Mótmæli gegn hækkun á eldsneyti valda banaslysi

Gulvesta-hreyfingin lét að sér kveða um allt Frakkland.
Gulvesta-hreyfingin lét að sér kveða um allt Frakkland.

Bifreiðaeigendur í Frakklandi efndu til mótmæla gegn hækkun skatta á eldsneyti laugardaginn 17. nóvember. Þeir klæddust gulum öryggisvestum og voru mótmælin kennd við þau, „gulvesta-mótmælin“. Þrátt fyrir mikla kynningarherferð týndi kona lífi þegar ökumaður bifreiðar, kona, var gripin ofsahræðslu þegar hún sá hóp fólks óvænt fyrir framan sig.

„Gulvesta-hreyfingin“ hvatti fólk klætt áberandi gulum öryggisvestum til að loka akreinum út af hraðbrautum, að bensínstöðvum og við hringtorg hvarvetna í Frakklandi.

Banaslysið varð í bænum Pont-de-Beauvoisin í suðausturhluta Frakklands. Christophe Castener, innanríkisráðherra Frakklands, sagði að ökumaðurinn hefði hert á hraða bifreiðarinnar þegar hún sá mótmælendurna og um 50 manns hefðu slasast og þar af ein kona dáið.

Innanríkisáðuneytið sagði að um 283.000 manns hefðu tekið þátt í mótmælum gegn skattahækkunum Emmanuels Macrons Frakklandsforseta á eldsneyti. Lögregla sæi til þess að engum leiðum væri algjörlega lokað.

„Gulvesta-hreyfingin“ gegn hækkun skatta á bensín og disel-olíu hefur breyst í samnefnara gegn Emmanuel Macron og efnahagsaðgerðum hans. Hreyfingin nýtur stuðnings stjórnarandstöðuflokkanna og verkalýðshreyfingarinnar án þess að flokkarnir eða verkalýðshreyfingin hafi hvatt til þátttöku í mótmælunum. Vilja þessir aðilar forðast að verða dregnir í dilka með Þjóðhreyfingunni áður Þjóðfylkingunni, flokki Marine le Pen, yst til hægri.

Macron hefur hafnað öllum kröfum um að falla frá hækkun þessara skatta á árinu 2019. Til að milda áhrif skattahækkananna boðaði ríkisstjórnin að hún byði fátækum fjölskyldum 4.000 evru styrk til að þær gætu losað sig við gamla bíla og keypt nýja eyðsluminni í staðinn.

Skattahækkunin er liður í loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar.

 

Heimild: DW

 

 

Skoða einnig

Úkraínuher fær F-16-þotur að lokinni þjálfun flugmanna

Bandaríkjastjórn hefur heimilað stjórnvöldum bandalagsríkja sinna að gefa Úkraínumönnum F-16-orrustuþotur. Þar með aukast líkur á …