Home / Fréttir / Frakkland: Fillon vann stórsigur í forsetakjöri Lýðveldisflokksins

Frakkland: Fillon vann stórsigur í forsetakjöri Lýðveldisflokksins

5039694_6_e8fb_francois-fillon-candidat-a-la-primaire-de_e671189cd90aa991b3a6e6ca074aa5e6

François Fillon (62 ára) vann góðan sigur í seinni umferð prófkjörs  franska Lýðveldisflokksins (mið-hægri) sunnudaginn 27. nóvember. Hann hlaut 66,5% atkvæða en Alain Juppé (71 árs) 33,5%. Alls kusu 4.380.377 í seinni umferðinni en 4.272.880 hver kjósandi greiddi eina evru fyrir atkvæðaseðilinn. Tekjur flokksins voru rúmlega 9 milljónir evra en kostnaður við prófkjörið talinn nema um 8 milljónum evra. Lýðveldisflokkurinn hagnaðist því fjárhagslega á prófkjörinu samhliða því að velja frambjóðanda sem er mjög sigurstranglegur í forsetakosningunum sjálfum vorið 2017.

Vinstrisinnar lýsa Fillon sem „últra-líberal“, mætti því kalla hann nýfrjálshyggjumann á íslensku. Sumir þeirra segja því að finna verði sanntrúaðan vinstrisinna til að berjast við Fillo. Skoðanakannanir segja að François Hollande forseti fengi aðeins um 9% atkvæða keppti hann við Fillon og Manuel Valls forsætisráðherra fengi einnig aðeins um 9%. Talið er að Hollande ákveði eftir tvær vikur hvort hann bjóði sig fram til endurkjörs. Verði prófkjör hjá sósíalistum verður það í janúar 2017. Meðal sósíalista segja ýmsir óhugsandi að kosið verði milli forsetans og forsætisráðherrans í prófkjöri.

Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, hóf forsetakosningabaráttu sína samhliða prófkjörsbaráttunni í Lýðveldisflokknum. Talið er að hún og Fillon keppi í seinni umferð forsetakosninganna í maí 2017.

Stjórnmálaskýrendur segja að aukin þjóðerniskennd meðal Frakka hafi verið vatn á myllu íhaldsmannsins Fillons en veikt miðjumanninn Juppé. Fillon var forsætisráðherra í forsetatíð Nicolas Sarkozys árin 2007 til 2012. Óvenjulegt er að forseti skipti ekki um forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Þetta sannar staðfestu Fillons sem segir nú að „skipta verið alveg um forrit“ í Frakklandi samhliða því sem staðinn sé vörður um „frönsk gildi“. Fillon vill skera niður ríkisútgjöld, herða útlendingalög, standa vörð um hefðbundin fjölskyldugildi og bæta samskiptin við Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

 

 

Skoða einnig

Úkraínustjórn fordæmir erlenda „eftlrlitsmenn“ rússneskra svikakosninga á hernumdum svæðum í Úkraínui

Úkraínsk stjórnvöld hafa harðlega gagnrýnt kosningarnar sem efnt var til undir stjórn Rússa á hernumdum …