Home / Fréttir / Frakkland: Ákveðið að vopna lögreglu á ferðamannastaðnum Mont Saint-Michel

Frakkland: Ákveðið að vopna lögreglu á ferðamannastaðnum Mont Saint-Michel

Mont Saint-Michel
Mont Saint-Michel

Mont Saint-Michel er einn vinsælasti ferðamannastaður Frakklands. Ákveðið hefur verið að frá og með desember í ár verði vopnuð lögregla þar á verði vegna ótta við hryðjuverk.

Staðurinn er undan strönd Normandie og þar hafa hvorki verið vopnaðir lögreglumenn né hermenn á verði eins og í París eða öðrum stórborgum Frakklands.

Í Mont Saint-Michel var reist klaustur á fyrri tíð en nú koma þangað um þrjár milljónir ferðamanna á ári. Þessi einstaki staður er þriðji vinsælasti ferðamannastaður er í Frakklandi, á eftir Eiffel-turninum og höllinni í Versölum.

Yann Galeton, bæjarstjóri í Mont Saint-Michel, segir að ákvörðunin um að vopna fimm  lögreglumenn í bænum sé tekin til að tryggja öryggi þeirra sem þangað koma.

„Dag hvern þarf lögreglan að skoða dularfulla böggla og vegna hættunnar á hryðjuverkum þorum við einfaldlega ekki að taka neina áhættu,“ sagði bæjarstjórinn við dagblaðið Ouest France.

Lögreglumennirnir hefja æfingar með 9mm hálf-sjálfvirkum byssum í október og miðað er við að þeir  beri vopn við störf sín í desember.

Lögreglumenn í Mont Saint-Michel sinna einnig skyldum í nágrannabæjunum Pontorson og Beauvoir.

„Við verðum að geta verndað almenning verði unnið hryðjuverk. Mont Saint-Michel er áhættustaður,“ segir André Denot, bæjarstjóri um Pontorson.

 

 

Skoða einnig

Úkraínuher segist hafa grandað rússnesku herskipi við Eystrasalt

Úkraínuher hefur tekist til þess að sökkva eða valda tjóni á 22 rússneskum herskipum á …