Home / Fréttir / Frakkinn fljúgandi sigrar Ermarsundið

Frakkinn fljúgandi sigrar Ermarsundið

Franky Zapata á flugbrettinu á leið yfir Ermarsund.
Franky Zapata á flugbrettinu á leið yfir Ermarsund.

Frakkanum fljúgandi, Franky Zapata, tókst sunndaginn 4. ágúst að fara á flugbretti sínu yfir Ermarsund, 35 km leið með millilendingu.

Hann hóf sig á loft í Sangatte í Norður-Frakklandi kl. 08.15 að staðartíma (06.15 ísl. tími) á flugbrettinu sem hann kallar Flyboard. Þetta var önnur tilraun hans til að fljúga yfir sundið milli Frakklands og Englands, tíu dögum eftir að fyrri tilraunin misheppnaðist.

Um það bil 25 mínútum síðar lenti Frakkinn í St. Margaret´s Bay við Dover á strönd Englands. Hann hlóð flugbrettið eldsneyti á leiðinni.

Það reyndi mjög á hæfni hans að lenda á báti á hafi úti við eldsneytistökuna. Honum misheppnaðist það í fyrri tilrauninni. Hann sagði eftir flugið að nú hefði þetta verið „enn flóknara af því að báturinn var ekki kyrr, hann sigldi í áttina að mér,“ sagði hann við komuna. Franky Zapata (40 ára) tók líka fram að nú hefði hann „þörf fyrir sumarfrí“.

Að lokinni þrekrauninni var Zapata mikið niðri fyrir þegar hann þakkaði samstarfsfólki sínu sem hefði skilað frábæru verki. Það sem skipti máli væri ekki að hafa unnið einstætt sögulegt afrek heldur afrekið sem samstarfsfólk sitt hefði unnið. Þetta hefði verið mjög erfitt.

 

Skoða einnig

Rússar ráðast á barnaspítala í Kyiv

Rússar gerðu flugskeytaárás á helsta barnaspítalann í Kyiv mánudaginn 8. júlí. Að minnsta kosti 22 …