Home / Fréttir / Forstjóri Europol varar við meiri tölvuárásum

Forstjóri Europol varar við meiri tölvuárásum

Rob Wainwright, forstjóri Europol.
Rob Wainwright, forstjóri Europol.

Forstjóri Europol, Evrópulögreglunnar, varar við því að áhrif tölvuárásarinnar sem lamaði tölvukerfi víða um heim föstudaginn 12. maí verði enn magnaðri þegar fólk snýr til vinnu mánudaginn 15. maí.

Frá föstudeginum hafa rúmlega 200.000 í 150 löndum orðið fyrir barðinu á ránsforritinu sem kallast Wanna Decryptor eða WannaCry.

Rob Wainwright, forstjóri Europol, sagði í þætti á bresku sjónvarpsstöðinni ITV sunnudaginn 14. maí að allir væru í hættu vegna árásarinnar án tillits til þess hvort þeir störfuðu hjá opinberum eða einkaaðilum.

„Við sjáum ógnina stigmagnast þessa stundina og tölum skotmarkanna fjölgar ég hef áhyggjur af hvað þau verða mörg þegar fólk snýr að nýju til vinnu og kveikja á tölvunum sínum að morgni mánudagsins,“ sagði Europol-forstjórinn.

Eftirlitsstofnanir um heim allan reyna nú að finna tölvuþrjótanna að baki árásinni.

Ungur Breti, 22 ára, sem kallar sig MalwareTech en kýs að halda réttu nafni sínu leyndu hlaut lof fyrir að hann skyldi af tilviljun hafa skráð nafn á léni til að elta uppi vírusinn en varð síðan til að stöðva útbreiðslu hans.

Hann komst að því að eftir að hafa brotist inn í tölvu náði hann sambandi við netfang og hóf að loka á gögn þess aðeins ef hann komst ekki inn á netfangið. Tengdist hann netfanginu eyddi hann sjálfum sér – þetta tók hann að gera eftir að hann skráði lén sem var falið í spilliforritinu.

Ungi Bretinn telur frekari árásir yfirvofandi og hvetur fólk til að endurnýja öryggi kerfa sinna núna. Hann segir að það sé mikið upp úr því að hafa að loka aðgangi að gögnum og opna hann ekki að nýju nema gegn lausnargjaldi. Það sé ekki mikið mál fyrir tölvuþrjótanna að breyta kóðum sínum.

Vírusinn nýtir sér veikleika í WindowsXP-stýrikerfi Microsoft en Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, varð fyrst til að greina hann.

Kerfið er á undanhaldi og notendum þess fækkar ört. Microsoft hefur nú sent endurbætur sem eiga að auka öryggi kerfisins.

 

 

 

 

 

Skoða einnig

Spenna í Íran á eins ár minningardegi Amini sem lögregla myrti vegna skorts á höfuðslæðu

Íranir heima og erlendis minnast þess laugardaginn 16. september að eitt ár er liðið frá …