Home / Fréttir / Forseti Póllands vill NATO-her í Austur-Evrópu

Forseti Póllands vill NATO-her í Austur-Evrópu

Andrzej Duda, forseti Póllands, og Toomas Hendrik Ilves, forseii Eistlands,
Andrzej Duda, forseti Póllands, og Toomas Hendrik Ilves, forseii Eistlands,

Andrzej Duda, sem tók við embætti forseta Póllands hinn 6. ágúst 2015, sagði í Tallinn, höfuðborg Eistlands, sunnudaginn 23. ágúst að NATO ætti að halda úti fastaher í austurhluta Evrópu.

Hann sagði á fundi með blaðamönnum að NATO yrði að taka tillit til þess að varnarsvæði þess hefði breyst þegar ríki sem áður voru hluti Sovétríkjanna eða á áhrifasvæði þeirra hefðu öðlast sjálfstæði og gengið í bandalagið.

Forsetinn sagði að herir Bandaríkjanna og NATO-ríkjanna hefðu aðgang að virkum herstöðvum í austurhluta NATO. Hann hvatti til þess að þær yrðu notaðar.

„Við bjóðum herjum vina og bandamanna að koma og væntum þess að þeir þiggi boðið eða sendi vopn frá NATO-ríkjum svo að nota megi þau á svæðum sem nú mynda austurhluta bandalagsins,“ sagði forsetinn.

Duda skýrði tillögu sína um aukinn hernaðarviðbúnað NATO sem „algjörlega rökrétta og réttlætanlega, ekki aðeins í sögulegu ljósi heldur einnig með vísan til samtímaviðburða“. Hann sagði:

„Allir vita hvernig ástandið er. Tilburðir til yfirráða birtast að nýju og návist NATO-herafla er trygging fyrir þjóðir okkar.“

Hann vék að vaxandi yfirgangi Rússa í Austur-Evrópu og sagði ekki unnt að tryggja frið væru alþjóðalög brotin: „Við megum ekki láta viðgangast að alþjóðalög séu brotin, að landamæri séu rofin, að vegið sé að fullveldi og sjálfstæði ríkja. Því miður gerist þetta að nýju í Evrópu,“

Hann taldi að ekki ætti að láta við það eitt sitja að auka herafla NATO í Austur-Evrópu og beita Rússa viðskiptaþvingunum heldur ætti að knýja á um virðingu fyrir alþjóðalögum. Að ná því markmiði væri „gífurlegt verkefni“. Það þyrfti að koma á skynsamlegu diplómatísku sambandi í því skyni að ná samkomulagi um mikilvægustu málin.

Heimild: Baltic Times

Skoða einnig

Úkraínustjórn fordæmir erlenda „eftlrlitsmenn“ rússneskra svikakosninga á hernumdum svæðum í Úkraínui

Úkraínsk stjórnvöld hafa harðlega gagnrýnt kosningarnar sem efnt var til undir stjórn Rússa á hernumdum …