Home / Fréttir / Forsetar Eystrasaltslandanna árétta nauðsyn varðstöðu gagnvart Rússum

Forsetar Eystrasaltslandanna árétta nauðsyn varðstöðu gagnvart Rússum

Dalia Grybauskaite, forseti Litháens, tekur á móti Raimonds Vejonis,  nýjum forseta Lettlands,.
Dalia Grybauskaite, forseti Litháens, tekur á móti Raimonds Vejonis, nýjum forseta Lettlands,.

Dalia Grybauskaite, forseti Litháens, og Raimonds Vejonis, forseti Lettlands, hittust í Vilnius, höfuðborg Litháens, mánudaginn 13. júlí og ræddu áform um sameiginleg kaup á loftvarnakerfum til að styrkja öryggi landa sinna vegna ögrana af hálfu Rússa.

Veronis var settur inn í embætti forseta Lettlands miðvikudaginn 8. júlí. Daginn eftir fór hann í fyrstu opinberu heimsókn sína til nágrannalandsins Eistlands og síðan hinn 13. júlí til Litháens.

Í Eistlandi ræddi Vejonis við Toomas Hendrik Ilves um öryggi ríkjanna í ljósi afskipta Rússa af innri málum Úkraínu. Eftir fundinn sagði Vejonis:

„Á einu ári hafa Rússar fylgt yfirgangsstefnu gagnvart Úkraínu. Þetta er vandi sem snertir alla í Evrópu vegna þess að staða öryggismála er gjörbreytt. Við vonum hins vegar að Rússar muni binda enda á aðgerðir sínar í nágrenni Úkraínu og hefji viðræður að nýju og þegar öllum ákvæðum Minsk-samkomulagsins hefur verið hrundið í framkvæmd geti Evrópuþjóðir tekið upp eðlileg samskipti við Rússa. Við núverandi aðstæður er það ómögulegt.“

Í Vilníus var efnt til blaðamannafundar eftir að Raimonds Vejonis hafi rætt við Daliu Grybauskaite. Þar sagði forseti Litháens:

„Við ræddum mál sem snertu aukna hernaðarlegt samstarf okkar, þar á meðal sameiginleg vopnakaup, einkum í þágu loftvarna.“

Forseti Litháens vildi ekki skýra nána um hvað þessi áform snerust en markmiðið væri að kaupa það sem þeir hefðu efni á að kaupa, það sem ríkin þyrftu. Yrði ódýrara að sameina innkaupin yrði það gert.

Varnarmálaráðherrar Litháhens, Lettlands og Eistlands kynntu í maí 2015 áætlun um að koma á fót meðaldrægu loftvarnakerfi með bækistöð í Panevezys í norðurhluta Litháens.

Vejonis (f. 1966) var varnarmálaráðherra Lettlands þegar þing landsins kaus hann sem forseta hinn 3. júní 2015 með 55 atkvæðum af 100 í þinginu. Hann sat á þingi fyrir flokk græningja.

 

 

Skoða einnig

Drónaárás gerð á Moskvu

Ráðist var með drónum á Moskvu, höfuðborg Rússlands, að morgni þriðjudags 30. maí. Svo virðist …